Væri hægt að koma í veg fyrir dauðsföll með því að heimila innflutning á móteitri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2019 20:30 Rauði krossinn segir þörf vera á aukinni þjónustu við þá sem notast við ávana- og fíkniefni. Vísir/Andri Marinó Hægt væri að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll af völdum ofskömmtunar með því að heimila innflutning á móteitri við ópíóðum að sögn hjúkrunarfræðings. Skjólstæðingum skaðaminnkunarverkefnisins frú Ragnheiðar hefur fjölgað umtalsvert á þeim tíu árum sem þjónustan hefur verið í boði og stefnir í metfjölda í ár. Frú Ragnheiður fagnar tíu ára afmæli í dag en verkefnið hefur það markmið að ná til heimilislausra og fólks sem notar vímuefni í æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu. „Fyrsta vaktin okkar var sem sagt í hjólhýsi sem að Rauði krossinn átti á þeim tíma. Við vorum ekkert almennilega viss um hvar við ættum að nálgast hópinn. Á fyrstu vaktinni kom enginn til okkar í frú Ragnheiði,“ segir Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar. Margt hefur breyst síðan þá en núna koma 20 til 25 á hverri vakt. „Frá árinu 2015 þá hefur orðið fjórföldun í þeim sem leita til okkar, það er búin að vera gríðarleg aukning síðustu fjögur ár,“ segir segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra frú Ragnheiðar. Þjónusta frú Ragnheiðar var fyrst um sinn veitt í þessu hjólhýsi.Mynd/aðsendÞað þýði þó ekki endilega að fleiri séu að neyta vímuefna í æð, heldur hafi þeim fjölgað sem treysti sér til að sækja þjónustuna. „Við sjáum að það er aðeins fjölgun núna 2019. Það eru alltaf fleiri sem leita til okkar þannig að ég býst við að munum örugglega fara yfir svona 500 manns sem hafa leitað til okkar og fjöldi heimsókna, fólk er að koma oftar og það er leitað mikið til okkar út af heilbrigðisvanda,“ segir Svala. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.VÍSIR/BALDURSvala og Helga Sif vona að hægt verði að veita enn fjölbreyttari þjónustu á næstu árum. „Næstu skref sem að við þurfum að halda áfram að þróa er að fara sambærilegar leiðir eins og nágrannalöndin hafa verið að fara varðandi leiðir til þess að draga úr ofskömmtun og hreinlega bara dauðsföllum því tengdu,“ segir Helga Sif. „Þau hafa verið að dreifa Naloxon, sem er móteitur við ópíótum og ópíataofskammti, dreifa þessu efni til fólksins sem að er að nota ópíata svo þau geti bjargað vinum sínum því þau eru fyrst á vettvang.“ Ryðja þurfi ákveðnum hindrunum úr vegi til að það geti orðið að veruleika. „Til þess að það geti orðið að veruleika þá er hreinlega að ganga í það að leyfa innflutning á Naloxon,“ segir Helga Sif. „Bara í rauninni að gera lyfið aðgengilegt hér á landi og að tryggja það að við getum farið að dreifa því til þeirra sem þurfa á því að halda.“Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Hægt væri að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll af völdum ofskömmtunar með því að heimila innflutning á móteitri við ópíóðum að sögn hjúkrunarfræðings. Skjólstæðingum skaðaminnkunarverkefnisins frú Ragnheiðar hefur fjölgað umtalsvert á þeim tíu árum sem þjónustan hefur verið í boði og stefnir í metfjölda í ár. Frú Ragnheiður fagnar tíu ára afmæli í dag en verkefnið hefur það markmið að ná til heimilislausra og fólks sem notar vímuefni í æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu. „Fyrsta vaktin okkar var sem sagt í hjólhýsi sem að Rauði krossinn átti á þeim tíma. Við vorum ekkert almennilega viss um hvar við ættum að nálgast hópinn. Á fyrstu vaktinni kom enginn til okkar í frú Ragnheiði,“ segir Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar. Margt hefur breyst síðan þá en núna koma 20 til 25 á hverri vakt. „Frá árinu 2015 þá hefur orðið fjórföldun í þeim sem leita til okkar, það er búin að vera gríðarleg aukning síðustu fjögur ár,“ segir segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra frú Ragnheiðar. Þjónusta frú Ragnheiðar var fyrst um sinn veitt í þessu hjólhýsi.Mynd/aðsendÞað þýði þó ekki endilega að fleiri séu að neyta vímuefna í æð, heldur hafi þeim fjölgað sem treysti sér til að sækja þjónustuna. „Við sjáum að það er aðeins fjölgun núna 2019. Það eru alltaf fleiri sem leita til okkar þannig að ég býst við að munum örugglega fara yfir svona 500 manns sem hafa leitað til okkar og fjöldi heimsókna, fólk er að koma oftar og það er leitað mikið til okkar út af heilbrigðisvanda,“ segir Svala. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.VÍSIR/BALDURSvala og Helga Sif vona að hægt verði að veita enn fjölbreyttari þjónustu á næstu árum. „Næstu skref sem að við þurfum að halda áfram að þróa er að fara sambærilegar leiðir eins og nágrannalöndin hafa verið að fara varðandi leiðir til þess að draga úr ofskömmtun og hreinlega bara dauðsföllum því tengdu,“ segir Helga Sif. „Þau hafa verið að dreifa Naloxon, sem er móteitur við ópíótum og ópíataofskammti, dreifa þessu efni til fólksins sem að er að nota ópíata svo þau geti bjargað vinum sínum því þau eru fyrst á vettvang.“ Ryðja þurfi ákveðnum hindrunum úr vegi til að það geti orðið að veruleika. „Til þess að það geti orðið að veruleika þá er hreinlega að ganga í það að leyfa innflutning á Naloxon,“ segir Helga Sif. „Bara í rauninni að gera lyfið aðgengilegt hér á landi og að tryggja það að við getum farið að dreifa því til þeirra sem þurfa á því að halda.“Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira