Innlent

Fluttur al­var­lega slasaður á sjúkra­hús eftir vinnu­slys

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður var á vettvangi slyssins.
Mikill viðbúnaður var á vettvangi slyssins. Vísir/Jói K.

Einn maður var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús á níunda tímanum nú í morgun eftir vinnuslys á athafnasvæði málmendurvinnslufyrirtækisins Furu í Hafnarfirði.

Maðurinn klemmdist á milli vinnutækja samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki fást upplýsingar um það hvort maðurinn sé lífshættulega slasaður.

Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins.

Útkallið kom rétt fyrir klukkan átta og var mikill viðbúnaður á vettvangi; að minnsta kosti þrír sjúkrabílar, tækjabíll frá slökkviliði auk lögreglu.

Fréttin var uppfærð klukkan 11:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.