Brynjar sakar stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2019 12:36 Brynjar, sem er lögmaður, var eini stjórnarþingmaðurinn fyrir utan forsætisráðherra sem tók þátt í umræðunum og gekk mjög hart fram í gagnrýni sinni á frumvarp forsætisráðherra og raunar allan málatilbúnað stjórnvalda gagnvart fyrrverandi sakborningum og dómstólum undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bætur til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á Alþingi í gær og sagði málsmeðferðina fullkomið hneyksli. Enginn stjórnarþingmaður kom forsætisráðherra til varnar í umræðunum sem klökknaði undir lok hennar í gærkvöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar árið 2017 þar sem allir sakborningar nema Erla Bolladóttir í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru sýknaðir. Í frumvarpinu felst viðurkenning á bótaskyldu ríkisins og tími gefinn fram í júní á næsta ári að ná samningum við sakborninga um bætur. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagðist telja að málið fæli í sér hættulegt fordæmi. Það væri dómstóla að skera úr um bætur til fyrrverandi sakborninga. Brynjar, sem er lögfræðingur, var eini stjórnarþingmaðurinn fyrir utan forsætisráðherra sem tók þátt í umræðunum og gekk mjög hart fram í gagnrýni sinni á frumvarp forsætisráðherra og raunar allan málatilbúnað stjórnvalda gagnvart fyrrverandi sakborningum og dómstólum undanfarin ár. „Þetta er raunverulega algerlega með ólíkindum og ég lít á alla þessa málsmeðferð sem aðför að dómsvaldinu í landinu. Hvað sem okkur kann að finnast um það. Það er ekki alltaf sem maður er sammála niðurstöðu dómstóla. En að stjórnmálamenn séu almennt á þeirri vegferð að taka fram fyrir hendur á þeim; ákveða að taka upp mál, ákveða að krefjast sýknu og koma svo og ákveða að greiða þeim bætur umfram allt sem lög gera ráð fyrir og hafa hingað til ekki gert ráð fyrir. Þessi málsmeðferð er fullkomið hneyksli að mínu viti,“ sagði Brynjar.Forsætisráðherra beygði af í lokaræðu Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig er lögmaður tók undir flest það sem Brynjar sagði varðandi lögfræðilega hlið málsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu flestir málatilbúnað forsætisráðherra en Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar lýsti sig þó sammála forsætisráðherra um að þörf væri á að leggja frumvarpið fram. „Ég er ekki viss um að það sé lögfræðilega nauðsynlegt. En ég held að það sé nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnvöld til að bjarga andlitinu,“ sagði Margrét. Hörð gagnrýni margra þingmanna hafði greinilega mikil áhrif á forsætisráðherra sem sagðist vera að fara að ráðleggingum helstu sérfræðinga sem komið hefðu að málinu fyrir hönd stjórnvalda. Katrín klökknaði undir lok síðustu ræðu sinnar og eftir að hún var sest í sæti sitt mátti sjá hana þerra tár af hvarmi og augljóst að málatilbúnaður þingmanna olli henni geðshræringu. „Hér er ekki verið að biðja háttvirta þingmenn að taka þátt í efnislegri umræðu um inntak máls eða fara hér í einhver yfirboð á fjárhæðum. Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi og mér þykir það leitt ef háttvirtir þingmenn gera mér það upp hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Dómstólar Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bætur til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á Alþingi í gær og sagði málsmeðferðina fullkomið hneyksli. Enginn stjórnarþingmaður kom forsætisráðherra til varnar í umræðunum sem klökknaði undir lok hennar í gærkvöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar árið 2017 þar sem allir sakborningar nema Erla Bolladóttir í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru sýknaðir. Í frumvarpinu felst viðurkenning á bótaskyldu ríkisins og tími gefinn fram í júní á næsta ári að ná samningum við sakborninga um bætur. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagðist telja að málið fæli í sér hættulegt fordæmi. Það væri dómstóla að skera úr um bætur til fyrrverandi sakborninga. Brynjar, sem er lögfræðingur, var eini stjórnarþingmaðurinn fyrir utan forsætisráðherra sem tók þátt í umræðunum og gekk mjög hart fram í gagnrýni sinni á frumvarp forsætisráðherra og raunar allan málatilbúnað stjórnvalda gagnvart fyrrverandi sakborningum og dómstólum undanfarin ár. „Þetta er raunverulega algerlega með ólíkindum og ég lít á alla þessa málsmeðferð sem aðför að dómsvaldinu í landinu. Hvað sem okkur kann að finnast um það. Það er ekki alltaf sem maður er sammála niðurstöðu dómstóla. En að stjórnmálamenn séu almennt á þeirri vegferð að taka fram fyrir hendur á þeim; ákveða að taka upp mál, ákveða að krefjast sýknu og koma svo og ákveða að greiða þeim bætur umfram allt sem lög gera ráð fyrir og hafa hingað til ekki gert ráð fyrir. Þessi málsmeðferð er fullkomið hneyksli að mínu viti,“ sagði Brynjar.Forsætisráðherra beygði af í lokaræðu Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig er lögmaður tók undir flest það sem Brynjar sagði varðandi lögfræðilega hlið málsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu flestir málatilbúnað forsætisráðherra en Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar lýsti sig þó sammála forsætisráðherra um að þörf væri á að leggja frumvarpið fram. „Ég er ekki viss um að það sé lögfræðilega nauðsynlegt. En ég held að það sé nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnvöld til að bjarga andlitinu,“ sagði Margrét. Hörð gagnrýni margra þingmanna hafði greinilega mikil áhrif á forsætisráðherra sem sagðist vera að fara að ráðleggingum helstu sérfræðinga sem komið hefðu að málinu fyrir hönd stjórnvalda. Katrín klökknaði undir lok síðustu ræðu sinnar og eftir að hún var sest í sæti sitt mátti sjá hana þerra tár af hvarmi og augljóst að málatilbúnaður þingmanna olli henni geðshræringu. „Hér er ekki verið að biðja háttvirta þingmenn að taka þátt í efnislegri umræðu um inntak máls eða fara hér í einhver yfirboð á fjárhæðum. Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi og mér þykir það leitt ef háttvirtir þingmenn gera mér það upp hér,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Dómstólar Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37
„Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30
Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 9. október 2019 01:19