Grunsemdir knýi á um fund með ráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 9. október 2019 16:37 Ásgeir Kr. Ólafsson er talsmaður hópsins. Vísir/MHH Samstarfshópur land- og sumarhúsaeigenda í Landsveit hefur farið fram á fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnarráðherra, vegna uppbyggingarinnar ferðaþjónustufyrirtækisins Eternal Resorts á landi Leynis. Að sögn talmanns hópsins, Ásgeirs Kr. Ólafssonar, er ætlunin að ræða við ráðherrann um „ýmislegt sem snýr að stjórnsýslunni hjá sveitarfélaginu.“ Samkvæmt lögum eigi Sigurður Ingi að hafa eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum. Auk þess þyki hópnum að ráðherra ætti að hafa frumkvæði til að kanna hvort tilefni sé til að kanna málefni ferðaþjónustufyrirtækisins betur. „Okkur finnst ýmislegt sem hefur verið að gerast þarna ekki í samræmi við stjórnsýslulög, þá sérstaklega er varðar eftirlit með framkvæmdum og fleira,“ segir Ásgeir. Eternal Resorts er með hjólhýsi á landinu og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vísaði málinu til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað.Ýmislegt grunsamlegt Vonir hópsins með fundi sínum með ráðherra er að tryggt verði að sveitarstjórn Ragnárþings ytra fari að lögum í öllum sínum gerðum - „hvort varðar þessa lóðahlutun eða annað,“ segir Ásgeir. „Að rekstraraðilar, í skjóli nefnda undir sveitarstjórninni, geti starfað ólöglega. Það er bara ekki í boði.“ Ætlunin sé að líta heildstætt á allar þær embættisfærslur sem framkvæmdar voru í tengslum við málefni ferðaþjónustufyrirtækisins. Vísar hann í því samhengi á fundargerð frá fundi sem hafði ekki enn farið fram, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Þetta þyki hópnum grunsamlegt. „Okkur hefur verið gert það ljóst að á Gaddstöðum hafi, meðal annars, verið úthlutað lóðum til framkvæmdastjóra Eternal Resorts sem hefur margbrotið lög á Leyni. Keypti sumarbústaðalóðir sem nú eru orðnar einbýlishúsalóðir og hafa stórhækkað í verði. Íbúðalóðir eiga að fara í úthlutunarferli en ekki seldar á frjálsum markaði,“ segir Ásgeir. „Ef það reynist rétt að menn hafi vitað að þessu yrði breytt áður en lóðirnar voru seldar þá er það alvarlegur hlutur.“ Rangárþing eystra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Samstarfshópur land- og sumarhúsaeigenda í Landsveit hefur farið fram á fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnarráðherra, vegna uppbyggingarinnar ferðaþjónustufyrirtækisins Eternal Resorts á landi Leynis. Að sögn talmanns hópsins, Ásgeirs Kr. Ólafssonar, er ætlunin að ræða við ráðherrann um „ýmislegt sem snýr að stjórnsýslunni hjá sveitarfélaginu.“ Samkvæmt lögum eigi Sigurður Ingi að hafa eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum. Auk þess þyki hópnum að ráðherra ætti að hafa frumkvæði til að kanna hvort tilefni sé til að kanna málefni ferðaþjónustufyrirtækisins betur. „Okkur finnst ýmislegt sem hefur verið að gerast þarna ekki í samræmi við stjórnsýslulög, þá sérstaklega er varðar eftirlit með framkvæmdum og fleira,“ segir Ásgeir. Eternal Resorts er með hjólhýsi á landinu og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vísaði málinu til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað.Ýmislegt grunsamlegt Vonir hópsins með fundi sínum með ráðherra er að tryggt verði að sveitarstjórn Ragnárþings ytra fari að lögum í öllum sínum gerðum - „hvort varðar þessa lóðahlutun eða annað,“ segir Ásgeir. „Að rekstraraðilar, í skjóli nefnda undir sveitarstjórninni, geti starfað ólöglega. Það er bara ekki í boði.“ Ætlunin sé að líta heildstætt á allar þær embættisfærslur sem framkvæmdar voru í tengslum við málefni ferðaþjónustufyrirtækisins. Vísar hann í því samhengi á fundargerð frá fundi sem hafði ekki enn farið fram, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Þetta þyki hópnum grunsamlegt. „Okkur hefur verið gert það ljóst að á Gaddstöðum hafi, meðal annars, verið úthlutað lóðum til framkvæmdastjóra Eternal Resorts sem hefur margbrotið lög á Leyni. Keypti sumarbústaðalóðir sem nú eru orðnar einbýlishúsalóðir og hafa stórhækkað í verði. Íbúðalóðir eiga að fara í úthlutunarferli en ekki seldar á frjálsum markaði,“ segir Ásgeir. „Ef það reynist rétt að menn hafi vitað að þessu yrði breytt áður en lóðirnar voru seldar þá er það alvarlegur hlutur.“
Rangárþing eystra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00
Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent