Enski boltinn

Alisson tekur aukaæfingar til að ná leiknum við United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alisson Becker
Alisson Becker vísir/getty

Alisson æfir þessa dagana aukalega til þess að reyna að verða tilbúinn til leiks með Liverpool þegar topplið ensku úrvalsdeildarinnar sækir erkifjendurnar í Manchester United heim.

Leikmenn sem eru ekki með landsliðum sínum þessa vikuna fengu frí frá æfingum hjá Jurgen Klopp en Brasilíumaðurinn ákvað að nýta það ekki heldur mætir hann á aukaæfingar til þess að koma sér í stand samkvæmt frétt ESPN.

Markvörðurinn hefur ekki spilað fyrir Liverpool síðan hann meiddist í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar 9. ágúst.

Liverpool hafði áður sagt að vonir væru um að Alisson næði að koma til baka eftir landsleikjagluggann í október og stefnir í að hann nái því.

Félagið er hins vegar ekki að pressa mikið á að hann verði fljótur til baka því varamarkmaðurinn, Adrian, hefur staðið sig mjög vel í marki Liverpool. Það er því ekki eins mikil þörf á að fá Alisson inn eins fljótt og hægt er.

Adam Lallana og Alex Oxlade-Chamberlain hafa einnig verið að mæta á auka æfingar til þess að reyna að ná sér í stand fyrir leikinn við United.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.