Vilja að rekstur grunnskóla í Staðahverfi verði tryggður til frambúðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2019 12:11 Til skoðunar hefur verið að leggja niður starfsstöð Kelduskóla í Staðahverfi. Fréttablaðið/Ernir Það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgaryfirvöld hafi ekki brugðist með fullnægjandi hætti við skýrslu innri endurskoðunar um bága rekstrarstöðu grunnskólanna. Fulltrúar allra flokka minnihlutans í Reykjavík ætla að leggja fram sameiginlega tillögu í borgarstjórn á morgun um að rekstur grunnskóla í Staðahverfi í Grafarvogi verði tryggður til frambúðar. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um sameiningu starfsstöðva grunnskóla í Staðahverfi en sá möguleiki hefur verið til skoðunar. Slík áform hafa mætt nokkurri andstöðu meðal íbúa og foreldra en Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að lokun grunnskóla í Staðahverfi myndi brjóta í bága við gildandi deiliskipulag. „Tillagan sem við ætlum að leggja fram á morgun felst í því að grunnskólinn í Staðahverfi verði einfaldlega bara rekinn til frambúðar í samræmi við gildandi skipulag hverfisins sem segir til um að þar eigi að vera grunnskóli,” segir Valgerður. „Það er í raun og veru búið að dæma í því máli. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið út álit þess efnis að það verði að vera rekinn grunnskóli fyrir fyrsta til tíunda bekk í hverfinu.”Segir sorglegt að punkurinn um lokanir og sameiningar sé aðeins dreginn framÍ skýrslu innri endurskoðunar frá því í sumar kemur fram að grunnskólar borgarinnar hafi fengið of knappt fjármagn og fari margir hverjir ítrekað fram úr fjárhagsramma sínum. Í skýrslunni segir einnig að fara þurfi fram ítarleg skoðun á möguleikum þess að sameina starfsstöðvar Kelduskóla í eina starfsstöð. „Það er allt í lagi að skoða þessa hluti og velta þeim fyrir sér en það er margt annað sem kemur fram í skýrslu innri endurskoðunar. Til dæmis úthlutun varðandi sérkennslu og stuðning og hann er minni en skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann ætti að vera. Sama máli gegnir um aðstoð við börn af erlendu bergi brotin,” segir Valgerður. „Þannig að það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík og mér finnst dapurlegt að við séum að nýta þessa skýrslu og þennan eina punkt um það að loka skólum og sameina, í staðinn fyrir það að við munum bara byggja upp og gefa í,” segir Valgerður. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur verulegu fjármagni verið bætt við málaflokkinn, einkum til að bregðast við mikilli viðhaldsþörf á skólahúsnæði. Þótt það sé af hinu góða telur Valgerður að ekki hafi verið brugðist við með fullnægjandi hætti. „Mér finnst vanta algjörlega svör við því hvernig á að bregðast við öllum öðrum þeim ábendingum sem þarna eru í þessari skýrslu,” segir Valgerður. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgaryfirvöld hafi ekki brugðist með fullnægjandi hætti við skýrslu innri endurskoðunar um bága rekstrarstöðu grunnskólanna. Fulltrúar allra flokka minnihlutans í Reykjavík ætla að leggja fram sameiginlega tillögu í borgarstjórn á morgun um að rekstur grunnskóla í Staðahverfi í Grafarvogi verði tryggður til frambúðar. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um sameiningu starfsstöðva grunnskóla í Staðahverfi en sá möguleiki hefur verið til skoðunar. Slík áform hafa mætt nokkurri andstöðu meðal íbúa og foreldra en Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að lokun grunnskóla í Staðahverfi myndi brjóta í bága við gildandi deiliskipulag. „Tillagan sem við ætlum að leggja fram á morgun felst í því að grunnskólinn í Staðahverfi verði einfaldlega bara rekinn til frambúðar í samræmi við gildandi skipulag hverfisins sem segir til um að þar eigi að vera grunnskóli,” segir Valgerður. „Það er í raun og veru búið að dæma í því máli. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið út álit þess efnis að það verði að vera rekinn grunnskóli fyrir fyrsta til tíunda bekk í hverfinu.”Segir sorglegt að punkurinn um lokanir og sameiningar sé aðeins dreginn framÍ skýrslu innri endurskoðunar frá því í sumar kemur fram að grunnskólar borgarinnar hafi fengið of knappt fjármagn og fari margir hverjir ítrekað fram úr fjárhagsramma sínum. Í skýrslunni segir einnig að fara þurfi fram ítarleg skoðun á möguleikum þess að sameina starfsstöðvar Kelduskóla í eina starfsstöð. „Það er allt í lagi að skoða þessa hluti og velta þeim fyrir sér en það er margt annað sem kemur fram í skýrslu innri endurskoðunar. Til dæmis úthlutun varðandi sérkennslu og stuðning og hann er minni en skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann ætti að vera. Sama máli gegnir um aðstoð við börn af erlendu bergi brotin,” segir Valgerður. „Þannig að það er víða pottur brotinn í skólakerfinu í Reykjavík og mér finnst dapurlegt að við séum að nýta þessa skýrslu og þennan eina punkt um það að loka skólum og sameina, í staðinn fyrir það að við munum bara byggja upp og gefa í,” segir Valgerður. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur verulegu fjármagni verið bætt við málaflokkinn, einkum til að bregðast við mikilli viðhaldsþörf á skólahúsnæði. Þótt það sé af hinu góða telur Valgerður að ekki hafi verið brugðist við með fullnægjandi hætti. „Mér finnst vanta algjörlega svör við því hvernig á að bregðast við öllum öðrum þeim ábendingum sem þarna eru í þessari skýrslu,” segir Valgerður.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira