Lífið

Uppskriftin að hamingju á tíræðisaldri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll Bergþórsson og Regína Guðlaugsdóttir eru bæði komin yfir nírætt en sjaldan verið hamingjusamari.
Páll Bergþórsson og Regína Guðlaugsdóttir eru bæði komin yfir nírætt en sjaldan verið hamingjusamari.
Hvernig er hægt að verða nærri hundrað ára og vera samt mjög hress og hamingjusamur? Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í gærkvöldi og hitti tvo töffara sem bæði eru rúmlega níræð og þau sýna okkur nokkur trix til að verða hress og kát rúmlega níræð.

Veðurfræðingurinn Páll Bergþórsson 96 ára vakti landsathygli í fyrra fyrir að fara í fallhlífastökk þá 95 ára gamall og hann sýnir okkur hvað hann borðar á hverjum degi til að halda góðri heilsu, sem er skemmtilega sérvitringalegt og á sama tíma bæði auðvelt og ódýrt.

En Páll byrjaði ekki á þessari heilsurútínu fyrr en hann var orðinn níræður. Og sonur hans Bergþór Pálsson söngvari sýndi hvernig það sé aldrei of seint að snúa vörn í sókn og breyta yfir í heilsusamlegan lífsstíl, en hann grennti sig og kom sér í form um sextugt.

Regína Guðlaugsdóttir fyrrverandi íþróttakennari sem er 91 árs sagði frá því hvernig hreyfing og jákvæðni heldur henni ungri, en hún lítur út fyrir að vera tuttugu árum yngri og lifir sínu lífi hress og kát eins og unglingur.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×