Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Landlækni um rafrettunotkun hér á landi en embættið greindi frá því í dag að grunur leiki á að veikindi unglings, sem greindist nýverið með lungnasjúkdóm hér á landi, megi rekja til rafrettunotkunar. Því var bætt við að birtingarmynd sjúkdómsins svipi til þess sem lýst hefur verið í Bandaríkjunum, þar sem sambærileg tilvik eru um 500 talsins.

Þá segjum við frá því að fjórir starfsmenn Eflingar, stéttarfélags, hafa leitað til hæstaréttarlögmanns, en þeir telja að félagið hafi brotið gegn réttindum þeirra.

Við fjöllum einnig um mál Guðjóns Skarphéðinssonar, en lögmaður hans segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviftingar hans í Geirfinnsmálinu.

Þá fylgjumst við með frá Austurvelli þar sem krafist er aðgerða strax í loftslagsmálum.

Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×