Innlent

Ríkislögreglustjóri ætlar að koma lögreglumönnum í samstæðan fatnað

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Ríkiskaup hafa boðið út kaup á fatnaði fyrir lögreglumenn.
Ríkiskaup hafa boðið út kaup á fatnaði fyrir lögreglumenn. Vísir/Vilhelm
Ríkiskaup hafa fyrir hönd Embætti ríkislögreglustjóra óskað eftir tilboðum í einkennisklæðnað fyrir lögreglu.

Fatnaður lögreglumanna hefur verið eitt af aðal deilumálum embættisins við lögreglufélög og lögregluembætti frá því snemma á þessu ári en um langa hríð hafa embættin sjálf séð um innkaup fyrir lögreglumenn í sínu embætti og því engin stefna á landsvísu hvernig klæðnaður lögreglumanna skuli keyptur.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fatasamningar sem eru í gildi hjá Embætti ríkislögreglustjóra eingöngu náð til sokka, einkennishúfa, binda og gulra vesta.

Með útboði Ríkiskaupa á að bæta við hlífðar- og regnfatnaði, buxum fyrir útkallslögreglu, eins og það er orðað. Buxur fyrir innivinnandi lögreglu, skyrtur og boli undir öryggisvesti, polo-boli og jakka. Í útboðinu er heimilt að bjóða í einstaka flokka útboðsins.

Miklar deilur hafa staðið um Ríkislögreglustjóra undan farnar vikur og mánuði. Lögreglumenn eru afar ósáttir með framferði Haraldar Johannessen, ríkislögreglustóra, í blaðaviðtali um síðustu helgi og í viðtölum við fréttamenn eftir fund hans með dómsmálaráherra á mánudag.

Formenn lögreglufélaga munu koma saman til fundar á mánudag þar sem störf Haraldar og framkoma síðustu vikur verður rædd og því velt upp hvort félögin eða Landssamband lögreglumanna muni lýsa yfir vantrausti á störf ríkislögreglustjóra.


Tengdar fréttir

Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn

Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið.

Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki

Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin.

Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra

Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×