Fótbolti

Viðar fékk skell og Ragnar tapaði á útivelli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar Sigurðsson í eldlínunni.
Ragnar Sigurðsson í eldlínunni. vísir/getty

Viðar Örn Kjartansson spilaði fyrstu 75 mínúturnar er Rubin Kazan fékk skell gegn toppliði Zenit frá Pétursborg í rússnesku úrvalsdeildinni.

Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik opnuðust flóðgáttir eftir að Branislav Ivanovic skoraði fyrsta markið á 58. mínútu.

Rubin er í 10. sæti deildarinnar eftir tapið en Zenit er á toppnum.

Ragnar Sigurðsson stóð vaktina í vörn Rostov sem tapaði 2-1 fyrir FC Tambov á útivelli í sömu deild. Rostov komst yfir í leiknum en Tambov snéri við taflinu.

Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Rostov en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig. Þremur stigum á eftir toppliði Zenit.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.