Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður áfram fjallað um mál fjögurra starfsmanna Eflingar sem telja að forysta stéttarfélagsins hafi brotið á réttindum þeirra. Allir hafa þeir leitað til hæstaréttarlögmanns til tryggja réttindi sín. Fjármálastjóri og bókari stéttarfélagsins sendu frá sér yfirlýsingu nú síðdegis þar sem þær harma framgöngu framkvæmdastjóra Eflingar í gær og segja forystuna haga sér eins og verstu skúrka í stétt atvinnurekenda.

Þá fjöllum við um mál sjö ára drengs sem beðið hefur í sex mánuði eftir að komast í aðgerð sem bætt getur líf hans. Engin svör hafa fengist hvernær hann kemst að. Dæmi eru um að börn bíði mánuðum saman eftir að komast í aðgerðir á Landspítalanum. Einnig verður rætt við forstjóra Lyfjastofnunnar sem segir landsmenn þurfa að sætta sig við viðvarandi lyfjaskort í landinu.

Við segjum einnig frá Óðni Uy Surian, sem er Íslendingur, ættaður frá Filipseyjum, en hann tók þátt í ráðstefnum í Neskirkju um mannréttindi á Filippseyjum. Ættingi berst nú fyrir lífi sínu eftir að hafa orðið fyrir skoti, fyrir helgi, í fíkniefnastríðinu í landinu.

Þá kíkjum við í Borgarleikhúsið þar sem hópur barna hitti leikarana í leiksýninguna um Matthildi og fylgjum bíllausu göngunni eftir, í tilefni lok evrópskrar samgönguviku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.