Björguðu ferðamanni sem keyrði út í Kaldaklofskvísl Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2019 23:20 Aðstæður voru erfiðar á vettvangi í kvöld. Skjáskot/Landsbjörg Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld til bjargar ferðamanni sem fest hafði bíl sinni út í Kaldaklofskvísl. Þegar björgunarsveitarfólkið kom á staðinn hafði hann komist sjálfur í land og beið þar eftir aðstoð. „Hann keyrði út í á á fullri ferð sem var allt of stór fyrir þennan bíl,“ segir Jón Hermannsson björgunarsveitarmaður hjá Landsbjörg í samtali við Vísi. „Hann stoppaði á stórum steinum sem eru þarna í ánni. Hann komst svo í land og gat hringt í okkur í landi.“ Jón segir að bíllinn hafi verið búinn að fljóta nokkra metra niður ánna. Ferðamaðurinn var á leið fjallabaksleið syðri þegar hann keyrði út í Kaldaklofskvísl og hafði enga þekkti ekki til á þessu svæði. „Hann var blautur og kaldur og bar sig vel. Hann hafði getað labbað fram og til baka á svæðinu umhverfis bílinn til þess að halda á sér hita. Hann var ekkert slasaður“ Hefði getað farið verr Fyrsta verk ferðamannsins var að fara á bílaleiguna og ná sér í annan bíl. Hann þurfti ekki að fara á sjúkrahús til aðhlynningar. Aðgerðum á vettvangi lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. „Þær gengu bara ljómandi vel. Þetta var einn einstaklingur á litlum bílaleigubíl sem að ekki átti neitt erindi á þetta svæði þar sem hann var. Eins og sjá má í myndbandi sem Landsbjörg birti nú í kvöld, var rigning og rok á svæðinu þar sem ferðamaðurinn fór út í. „Það var líka djúpt vatnið í kringum bílinn. Við þurftum því að senda fólk í sérstökum göllum til þess að binda í bílinn. Við drógum bílinn úr ánni þannig að hann myndi ekki valda frekari skaða. Hann hefði getað flotið lengra niður með ánni og farið þar fram að fossbrún. Þá hefði farið að leka úr honum eldsneyti og olíur og þá hefði kannski aldrei verið hægt að ná honum úr hylnum.“ Aðgerðir tóku um klukkustund og segir Jón að þetta hefði getað farið mun verr hefði bíllinn ekki orðið fastur við steina þannig að ferðamaðurinn kæmist út. Bíllinn hefði getað farið fram af fossbrúninni. Jón ítrekar að fólk þurfi að vara sig á vatnavöxtum. „Ef að fólk hittir útlendinga sem að eru á ferðalagi og að hugsa til fjalla, þá er búið að rigna mikið síðustu daga og það er rigningarspá.“ Ferðamaðurinn sem þurfti að bjarga í kvöld var á Suzuki jeppling. Jón segir að fólk eigi ekki að vera að fara í slíkar ferðir á þessum minnstu bílum. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld til bjargar ferðamanni sem fest hafði bíl sinni út í Kaldaklofskvísl. Þegar björgunarsveitarfólkið kom á staðinn hafði hann komist sjálfur í land og beið þar eftir aðstoð. „Hann keyrði út í á á fullri ferð sem var allt of stór fyrir þennan bíl,“ segir Jón Hermannsson björgunarsveitarmaður hjá Landsbjörg í samtali við Vísi. „Hann stoppaði á stórum steinum sem eru þarna í ánni. Hann komst svo í land og gat hringt í okkur í landi.“ Jón segir að bíllinn hafi verið búinn að fljóta nokkra metra niður ánna. Ferðamaðurinn var á leið fjallabaksleið syðri þegar hann keyrði út í Kaldaklofskvísl og hafði enga þekkti ekki til á þessu svæði. „Hann var blautur og kaldur og bar sig vel. Hann hafði getað labbað fram og til baka á svæðinu umhverfis bílinn til þess að halda á sér hita. Hann var ekkert slasaður“ Hefði getað farið verr Fyrsta verk ferðamannsins var að fara á bílaleiguna og ná sér í annan bíl. Hann þurfti ekki að fara á sjúkrahús til aðhlynningar. Aðgerðum á vettvangi lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. „Þær gengu bara ljómandi vel. Þetta var einn einstaklingur á litlum bílaleigubíl sem að ekki átti neitt erindi á þetta svæði þar sem hann var. Eins og sjá má í myndbandi sem Landsbjörg birti nú í kvöld, var rigning og rok á svæðinu þar sem ferðamaðurinn fór út í. „Það var líka djúpt vatnið í kringum bílinn. Við þurftum því að senda fólk í sérstökum göllum til þess að binda í bílinn. Við drógum bílinn úr ánni þannig að hann myndi ekki valda frekari skaða. Hann hefði getað flotið lengra niður með ánni og farið þar fram að fossbrún. Þá hefði farið að leka úr honum eldsneyti og olíur og þá hefði kannski aldrei verið hægt að ná honum úr hylnum.“ Aðgerðir tóku um klukkustund og segir Jón að þetta hefði getað farið mun verr hefði bíllinn ekki orðið fastur við steina þannig að ferðamaðurinn kæmist út. Bíllinn hefði getað farið fram af fossbrúninni. Jón ítrekar að fólk þurfi að vara sig á vatnavöxtum. „Ef að fólk hittir útlendinga sem að eru á ferðalagi og að hugsa til fjalla, þá er búið að rigna mikið síðustu daga og það er rigningarspá.“ Ferðamaðurinn sem þurfti að bjarga í kvöld var á Suzuki jeppling. Jón segir að fólk eigi ekki að vera að fara í slíkar ferðir á þessum minnstu bílum.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira