Innlent

Allt að 18 stiga hiti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það ætti að viðra vel á Vopnfirðinga í dag.
Það ætti að viðra vel á Vopnfirðinga í dag. Vísir/vilhelm

Fólk við suðurströndina ætti að búa sig undir allhvassan vind í dag ef marka má veðurkort Veðurstofunnar. Þar má jafnframt gera ráð fyrir rigningu eða súld á köflum.

Annars staðar á landinu verður þó hægari vindur, mild suðlæg eða austlæg átt, og ekki teljandi úrkoma. Þannig verður að mestu þurrt fyrir norðan og upp í 18 stiga hiti þar.

Veðurstofan segir að það sé ekki mikilla breytinga að vænta í veðrinu á morgun, áfram verði austlægar átti ríkjandi og væta með köflum. Norðausturhluti landsins ætti þó að haldast þurr.

Eftir það sé útlit fyrir að rigningin verði einkum bundin við sunnan- og austanvert landið fram að helgi, en þá snúist í norðaustlæga átt með úrkomuminna veðri og kólni, einkum fyrir norðan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag:
Austan og suðaustan 5-10 m/s, en 10-15 með suðurströndinni. Yfirleitt þurrt og bjart um landið norðanvert, en rigning með köflum annars staðar. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðan- og vestanlands.

Á fimmtudag:
Austlæg átt 10-18 m/s, hvassast NV-til. Rigning um landið sunnan- og austanvert, en þurrt að kalla í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast V-til.

Á föstudag:
Austan og norðaustan með rigningu N- og A-lands og 6 til 11 stiga hita. Bjart að mestu SV-til og hiti að 15 stigum.

Á laugardag:
Norðaustlæg átt og rigning með köflum, en þurrt á V-helmingi landsins. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt, úrkomulítið veður og kólnar.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.