Innlent

Ákærður fyrir líkamsárás á Götubarnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Götubarinn er vinsæll skemmtistaður á Akureyri þar sem vinsælt er að spila á píanó og syngja með.
Götubarinn er vinsæll skemmtistaður á Akureyri þar sem vinsælt er að spila á píanó og syngja með. Vísir/Vilhelm
21 árs karlmaður sætir ákæru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Götubarnum við Hafnarstræti á Akureyri í febrúar í fyrra. Manninum er gefið að sök að hafa slegið karlmann, tveimur árum eldri, með krepptum hnefa í andlit þannig að sá féll í gólfið.

Hann á að hafa sparkað í andlit hans þar sem hann lá á gólfinu með þeim afleiðingum að sá hlaut skurð á nefi, blóðnasir, sár á enni og hægri kinn, brot á framhlið efri framtannar auk fleiri eymsla í kjálka, enni og í kringum hægri augntóft.

Sá sem fyrir árásinni varð óskar eftir að fá skaðabætur greiddar að fjárhæð tæplega 75 þúsund krónum vegna útlagðs kostnaðar.

Málið er til meðferðar hjá Hérðasdómi Austurlands og verður þingfest þann 3. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×