Lítur eineltismál hjá embætti ríkislögreglustjóra alvarlegum augum Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. september 2019 10:36 Dómsmálaráðherra ræðir við fjölmiðla að loknum fundi í morgun. vísir/einar árnason Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ræddi þá stöðu sem upp er komin innan lögreglunnar í landinu á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Mikil ólga er innan lögreglunnar vegna stöðu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, en átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hann auk Landssambands lögreglumanna. Dómsmálaráðherra ræddi við fréttastofu eftir nefndarfundinn í morgun. Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafi kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hafa kvartanirnar borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Spurð út í þetta og hvort eineltismál væru til skoðunar hjá ráðuneytinu sagði Áslaug að það hefðu komið upp mál sem væru á borði ráðuneytisins. En svona eineltismál, eru þau litin alvarlegum augum? „Að sjálfsögðu og þau fara í ákveðið ferli,“ sagði ráðherra. Á fundinum með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun ræddi Áslaug um hugmyndir sínar um skipulagsbreytingar á löggæslumálum í landinu. Meðal þess sem ráðherra hefur rætt að komi til greina er að sameina embætti ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sagði Áslaug það vel raunhæft að sameina þau embætti þar sem gjarnan væru til dæmis tvíverknaðir í kerfinu. Þá sér Áslaug fyrir sér að færa verkefni frá ríkislögreglustjóra til annarra embætta lögreglunnar og sér tækifæri í því að gera breytingarnar í skrefum. Sumar breytingarnar þurfi að gera hratt en aðrar þurfi meiri vinnu fram á næsta ár. Til að mynda taki lagabreytingar alltaf sinn tíma en aðspurð hvort hún treysti Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, í embætti á meðan verið sé að vinna að breytingum sagði Áslaug að hún treysti ríkislögreglustjóraembættinu og ekkert benti til þess að þar væri ekki verið að sinna löggæslumálum vel. Þá sagði hún að embættismenn njóti réttarverndar og mál Haraldar séu í skoðun eftir það sem hefur komið upp síðustu daga.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ræddi þá stöðu sem upp er komin innan lögreglunnar í landinu á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Mikil ólga er innan lögreglunnar vegna stöðu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, en átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hann auk Landssambands lögreglumanna. Dómsmálaráðherra ræddi við fréttastofu eftir nefndarfundinn í morgun. Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafi kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hafa kvartanirnar borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Spurð út í þetta og hvort eineltismál væru til skoðunar hjá ráðuneytinu sagði Áslaug að það hefðu komið upp mál sem væru á borði ráðuneytisins. En svona eineltismál, eru þau litin alvarlegum augum? „Að sjálfsögðu og þau fara í ákveðið ferli,“ sagði ráðherra. Á fundinum með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun ræddi Áslaug um hugmyndir sínar um skipulagsbreytingar á löggæslumálum í landinu. Meðal þess sem ráðherra hefur rætt að komi til greina er að sameina embætti ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sagði Áslaug það vel raunhæft að sameina þau embætti þar sem gjarnan væru til dæmis tvíverknaðir í kerfinu. Þá sér Áslaug fyrir sér að færa verkefni frá ríkislögreglustjóra til annarra embætta lögreglunnar og sér tækifæri í því að gera breytingarnar í skrefum. Sumar breytingarnar þurfi að gera hratt en aðrar þurfi meiri vinnu fram á næsta ár. Til að mynda taki lagabreytingar alltaf sinn tíma en aðspurð hvort hún treysti Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, í embætti á meðan verið sé að vinna að breytingum sagði Áslaug að hún treysti ríkislögreglustjóraembættinu og ekkert benti til þess að þar væri ekki verið að sinna löggæslumálum vel. Þá sagði hún að embættismenn njóti réttarverndar og mál Haraldar séu í skoðun eftir það sem hefur komið upp síðustu daga.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27
Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00