Lífið

Lygileg Íslandssaga Bill Burr: Var beðinn um að ýta konu niður Arnarhól

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bill Burr er einn þekktasti grínisti heims.
Bill Burr er einn þekktasti grínisti heims.
Bandaríski uppistandarinn Bill Burr hefur komið fram hér á landi og núna síðast í lok síðasta árs.

Hann mætti í spjall til Jimmy Kimmel í vikunni og ræddi við hann um ferðalag sitt um Evrópu þar sem hann hélt uppistand. Talið barst meðal annars að Íslandi.

„Það gerist ekki mikið hvítara en Ísland,“ segir Burr um heimsókn sína til landsins og á hann þá við að hann hafi sjaldan séð jafn mikið af hvítu fólki á einum stað. Burr mætti til Íslands með fjölskyldunni sinni.

„Alltaf þegar ég fer til Evrópu veljum við fjölskyldan land sem við höfum aldrei farið til að erum saman þar í eina viku,“ segir Burr sem sagði lygilega sögu þegar hann var að reykja vindil á Arnarhóli.

„Ég bara að reykja vindil á einhverjum hóli þar sem er stytta af einhverjum dauðum manni. Þá kemur til mín kona sem biður mig allt í einu um að ýta sér niður brekkuna. Ég hélt að þetta væri falin myndavél. En svo kom í ljós að hún vildi bara að ég myndi rúlla henni niður brekkuna,“ segir Burr sem endaði með því að ýta konunni niður brekkuna. Hér að neðan má heyra þessa sögu Bill Burr en hann tók fram að konan var sjálf frá Póllandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×