Föstudagsplaylisti Rex Pistols Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 13. september 2019 13:30 Stilla úr myndbandi fyrir lagið Feel It Inside sem kom út á plötunni DISCIPLINE snemma á þessu ári. Myndbandið verður frumsýnt í Flæði 20. september. Rex Beckett er kanadísk tónlistarkona sem búið hefur hér á landi um langa hríð og skrifað fyrir The Reykjavik Grapevine stóran hluta dvalarinnar, ásamt öðrum störfum. Hún var m.a. hluti kuldabylgjusveitarinnar Antimony en fæst nú til dags helst við sólóverkefni sitt Rex Pistols, sem hét um tíma Discipline. Þar er kuldinn líka allsráðandi, líkt og ísöld sé skollin á í hljóðgervlaveröld níunda áratugarins. Hún segir lagalistann settan saman af stórkostlegum sveitum sem hún bar fyrst augum á Klubb Kalabalik på Tyrolen hátíðinni í Svíþjóð. „Þetta var fyrsta hátíðin sem ég spilaði á erlendis, og það var virkilega gaman að fá að deila sviðinu með svo mörgu afbragðs listafólki.“ Klubb Kalabalik er árleg gotaskotin tónlistarhátíð sem hefur átt í samstarfi við íslenska kollektívið Myrkfælni. Í ár spiluðu íslensku sveitirnar Madonna + Child, Dulvitund, Countess Malaise og Sólveig Matthildur ásamt Rex á hátíðinni. Rex bætir við að hún komi fram í lokapartýi Listastofunnar í Iðnó 19. september, hún haldi útgáfuteiti fyrir myndband við lag sitt Feel It Inside í Flæði á Grettisgötu þann 20., og sé þar að auki að spila í R6013 í Ingólfsstræti þann 26. september. Nú haustar að, og föstudagurinn þrettándi genginn í garð. Það er því tilvalið að hlýða á melankólískan nýbylgjudrunga og samsama sig með stöðu mála. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rex Beckett er kanadísk tónlistarkona sem búið hefur hér á landi um langa hríð og skrifað fyrir The Reykjavik Grapevine stóran hluta dvalarinnar, ásamt öðrum störfum. Hún var m.a. hluti kuldabylgjusveitarinnar Antimony en fæst nú til dags helst við sólóverkefni sitt Rex Pistols, sem hét um tíma Discipline. Þar er kuldinn líka allsráðandi, líkt og ísöld sé skollin á í hljóðgervlaveröld níunda áratugarins. Hún segir lagalistann settan saman af stórkostlegum sveitum sem hún bar fyrst augum á Klubb Kalabalik på Tyrolen hátíðinni í Svíþjóð. „Þetta var fyrsta hátíðin sem ég spilaði á erlendis, og það var virkilega gaman að fá að deila sviðinu með svo mörgu afbragðs listafólki.“ Klubb Kalabalik er árleg gotaskotin tónlistarhátíð sem hefur átt í samstarfi við íslenska kollektívið Myrkfælni. Í ár spiluðu íslensku sveitirnar Madonna + Child, Dulvitund, Countess Malaise og Sólveig Matthildur ásamt Rex á hátíðinni. Rex bætir við að hún komi fram í lokapartýi Listastofunnar í Iðnó 19. september, hún haldi útgáfuteiti fyrir myndband við lag sitt Feel It Inside í Flæði á Grettisgötu þann 20., og sé þar að auki að spila í R6013 í Ingólfsstræti þann 26. september. Nú haustar að, og föstudagurinn þrettándi genginn í garð. Það er því tilvalið að hlýða á melankólískan nýbylgjudrunga og samsama sig með stöðu mála.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira