Tónlist

Föstudagsplaylisti Sólveigar Matthildar

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Sólveig Matthildur.
Sólveig Matthildur. Aðsend mynd

Sólveig Matthildur á föstudagsplaylistann þessa vikuna. Hún spilaði síðastliðna helgi á Roadburn-hátíðinni í Tilburg í Hollandi, bæði með hljómsveit sinni Kælunni Miklu, og sólóefni undir eigin nafni. 

Kælan Mikla hefur vakið mikla athygli erlendis undanfarið, og nýverið var tilkynnt að sveitin myndi spila á Meltdown-hátíðinni í Bretlandi næsta sumar. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar í ár er Robert Smith, forsprakki The Cure, og tilkynnti hann stúlkunum í Kælunni Miklu um val sitt á þeim í persónulegu bréfi.

Sólveig hefur í nógu að snúast, er á stöðugum tónleikaferðalögum, og stendur þar að auki á bak við bæði tónlistarútgáfuna Hið Myrka Man og tónlistartímaritið Myrkfælni. Á milli ferðalaga býr hún í Berlín.

„Ég hef engan áhuga á að fara út og hitta fólk á föstudögum. Þá spila ég þennan lista og drekk rauðvín, legg niður æsispennandi kapal og leysi sudoku þrautir“, sagði Sólveig um lagalistann. Hann er í ætt við tónlist hennar, drungalegar hljóðgervlabylgjur í fyrirrúmi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.