Tónlist

Föstudagsplaylisti Sólveigar Matthildar

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Sólveig Matthildur.
Sólveig Matthildur. Aðsend mynd
Sólveig Matthildur á föstudagsplaylistann þessa vikuna. Hún spilaði síðastliðna helgi á Roadburn-hátíðinni í Tilburg í Hollandi, bæði með hljómsveit sinni Kælunni Miklu, og sólóefni undir eigin nafni. 

Kælan Mikla hefur vakið mikla athygli erlendis undanfarið, og nýverið var tilkynnt að sveitin myndi spila á Meltdown-hátíðinni í Bretlandi næsta sumar. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar í ár er Robert Smith, forsprakki The Cure, og tilkynnti hann stúlkunum í Kælunni Miklu um val sitt á þeim í persónulegu bréfi.

Sólveig hefur í nógu að snúast, er á stöðugum tónleikaferðalögum, og stendur þar að auki á bak við bæði tónlistarútgáfuna Hið Myrka Man og tónlistartímaritið Myrkfælni. Á milli ferðalaga býr hún í Berlín.

„Ég hef engan áhuga á að fara út og hitta fólk á föstudögum. Þá spila ég þennan lista og drekk rauðvín, legg niður æsispennandi kapal og leysi sudoku þrautir“, sagði Sólveig um lagalistann. Hann er í ætt við tónlist hennar, drungalegar hljóðgervlabylgjur í fyrirrúmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×