Ætlar ekki að þræta við Ingu Sæland um hver sé mesti öryrkinn á Alþingi Andri Eysteinsson skrifar 12. september 2019 18:59 Steinunn Þóra og Inga skipust á orðum í dag. Samsett/ Alþingi/Vilhelm Hörð orðaskipti voru á milli Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri Grænna, og Ingu Sæland, formanns Flokks Fólksins á meðan að umræður um fjármálafrumvarpið stóðu yfir á Alþingi í dag. Steinunn kvaðst ósátt með málflutning Ingu varðandi meintan forgang Alþingismanna í heilbrigðiskerfinu og sagði Alþingismenn ekki vera í keppni um hver væri mesti öryrkinn. Inga og Steinunn Þóra eru báðar öryrkjar og hafa beitt sér fyrir málefnum hópsins í störfum sínum. Þá hefur Steinunn unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Örykjabandalagið og MS-félag Íslands, auk þess sem hún er með MA-próf í fötlunarfræði frá Háskóla Íslands. Inga tók til máls á Alþingi í dag og gerði biðtíma í heilbrigðisþjónustunni að umræðuefni sínu, sagði hún finna fyrir minni biðtíma eftir að þingferill hennar hófst. „Landsmenn eru almennt mjög ósáttir við endalausa bið í heilbrigðiskerfinu. Ég verð að viðurkenna það að við hefðum nú öll gott af því að kíkja á þá og þykjast vera einhver önnur en við erum til þess að við fengum ekki að ganga fram fyrir röðina. Vera hinn almenni Íslendingur sem þarf að leita á náðir heilbrigðiskerfisins,“ sagði Inga.Steinunn Þóra var á öðru máli og svaraði ræðu Ingu og sagði orð hennar bull. „Ég vil mótmæla því sem mátti skilja af ræðu Ingu Sæland um að Alþingismenn nytu einhverskonar forgangs í heilbrigðisþjónustunni, að við þyrftum að prufa að bíða eftir því að okkur kæmi eins og annar almenningur í landinu, þvílíkt og annað eins bull. Okkar góða heilbrigðisstarfsfólk mismunar ekki eftir því hvort fólk er Alþingismenn eða gegna öðrum stöðum,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir. „Ég veit ekki hvernig það stendur á því að þingmaðurinn hefur ekki áttað sig á því að við tilheyrum forréttindahópi. Síðan ég varð þingmaður hefur líf mitt algjörlega gjörbreyst í allri þjónustu sem lýtur að mér úti í samfélaginu,“ svaraði Inga og nefnir hraðari þjónustu sem hún fær hjá Tryggingastofnun.„Háttvirtur þingmaður hefur aldrei vitað hvernig er að lifa á örorkubótum“Inga ræddi þá stöðu Steinunnar, „háttvirtur þingmaður hefur aldrei á sinni ævi vitað það hvernig er að lifa á örorkubótum. Hvernig maður upplifir sína stöðu, að þurfa að reiða á sig á þá ölmusu eða hafa ekki gert það, ég býst við því að það sé ekki sambærilegt.“ Steinunn Þóra tók þá aftur til máls og sagðist gáttuð á orðum Ingu Sæland en eins og áður segir er Steinunn Þóra sjálf öryrki. „Kynnir háttvirtur þingmaður sig sem Alþingismann þegar hún sækir sér þjónustu? Það er mín reynsla að þeir sem starfa í opinberum kerfum eru faglegir, hvort sem þeir kannast við nafnið manns eða ekki“ sagði Steinunn Þóra og hélt áfram að gagnrýna orð Ingu. „Ég ætla ekki að detta niður í það að þræta um hver er mesti öryrkinn hér inni eða hefur verið hér lengst. Þetta er ekki keppni um það hver það er sem hefur lifað við einhver kjör í lengstan tíma. Hér snýst þetta um að við erum að forgangsraða fjármunum inn í samfélagið og það er mikilvægt að fólk með allskonar þekkingu og allskonar reynslu komi að málunum,“ sagði Steinunn. Inga kom svo í pontu og svaraði Steinunni, eftir að hafa gagnrýnt hróp og köll Alþingismanna í salnum þvertók hún fyrir það að kynna sig sem Alþingismann þegar hún leitaði þjónustu. Sagði hún einnig að Steinunn Þóra hafi snúið út úr orðum sínum sem við komu áðurnefndri keppni. Alþingi Félagsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Hörð orðaskipti voru á milli Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri Grænna, og Ingu Sæland, formanns Flokks Fólksins á meðan að umræður um fjármálafrumvarpið stóðu yfir á Alþingi í dag. Steinunn kvaðst ósátt með málflutning Ingu varðandi meintan forgang Alþingismanna í heilbrigðiskerfinu og sagði Alþingismenn ekki vera í keppni um hver væri mesti öryrkinn. Inga og Steinunn Þóra eru báðar öryrkjar og hafa beitt sér fyrir málefnum hópsins í störfum sínum. Þá hefur Steinunn unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Örykjabandalagið og MS-félag Íslands, auk þess sem hún er með MA-próf í fötlunarfræði frá Háskóla Íslands. Inga tók til máls á Alþingi í dag og gerði biðtíma í heilbrigðisþjónustunni að umræðuefni sínu, sagði hún finna fyrir minni biðtíma eftir að þingferill hennar hófst. „Landsmenn eru almennt mjög ósáttir við endalausa bið í heilbrigðiskerfinu. Ég verð að viðurkenna það að við hefðum nú öll gott af því að kíkja á þá og þykjast vera einhver önnur en við erum til þess að við fengum ekki að ganga fram fyrir röðina. Vera hinn almenni Íslendingur sem þarf að leita á náðir heilbrigðiskerfisins,“ sagði Inga.Steinunn Þóra var á öðru máli og svaraði ræðu Ingu og sagði orð hennar bull. „Ég vil mótmæla því sem mátti skilja af ræðu Ingu Sæland um að Alþingismenn nytu einhverskonar forgangs í heilbrigðisþjónustunni, að við þyrftum að prufa að bíða eftir því að okkur kæmi eins og annar almenningur í landinu, þvílíkt og annað eins bull. Okkar góða heilbrigðisstarfsfólk mismunar ekki eftir því hvort fólk er Alþingismenn eða gegna öðrum stöðum,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir. „Ég veit ekki hvernig það stendur á því að þingmaðurinn hefur ekki áttað sig á því að við tilheyrum forréttindahópi. Síðan ég varð þingmaður hefur líf mitt algjörlega gjörbreyst í allri þjónustu sem lýtur að mér úti í samfélaginu,“ svaraði Inga og nefnir hraðari þjónustu sem hún fær hjá Tryggingastofnun.„Háttvirtur þingmaður hefur aldrei vitað hvernig er að lifa á örorkubótum“Inga ræddi þá stöðu Steinunnar, „háttvirtur þingmaður hefur aldrei á sinni ævi vitað það hvernig er að lifa á örorkubótum. Hvernig maður upplifir sína stöðu, að þurfa að reiða á sig á þá ölmusu eða hafa ekki gert það, ég býst við því að það sé ekki sambærilegt.“ Steinunn Þóra tók þá aftur til máls og sagðist gáttuð á orðum Ingu Sæland en eins og áður segir er Steinunn Þóra sjálf öryrki. „Kynnir háttvirtur þingmaður sig sem Alþingismann þegar hún sækir sér þjónustu? Það er mín reynsla að þeir sem starfa í opinberum kerfum eru faglegir, hvort sem þeir kannast við nafnið manns eða ekki“ sagði Steinunn Þóra og hélt áfram að gagnrýna orð Ingu. „Ég ætla ekki að detta niður í það að þræta um hver er mesti öryrkinn hér inni eða hefur verið hér lengst. Þetta er ekki keppni um það hver það er sem hefur lifað við einhver kjör í lengstan tíma. Hér snýst þetta um að við erum að forgangsraða fjármunum inn í samfélagið og það er mikilvægt að fólk með allskonar þekkingu og allskonar reynslu komi að málunum,“ sagði Steinunn. Inga kom svo í pontu og svaraði Steinunni, eftir að hafa gagnrýnt hróp og köll Alþingismanna í salnum þvertók hún fyrir það að kynna sig sem Alþingismann þegar hún leitaði þjónustu. Sagði hún einnig að Steinunn Þóra hafi snúið út úr orðum sínum sem við komu áðurnefndri keppni.
Alþingi Félagsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira