Steinunn tekur við starfi Jónasar Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2019 14:16 Steinunn Sigurðardóttir. Háskóli Íslands Steinunn Sigurðardóttir, skáld og rithöfundur, gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands í vetur. Mun hún einkum vinna með meistaranemum að ljóðagerð. Stofnað var til starfsins árið 2015 til að efla starf í ritlist við Íslensku- og menningardeild. Í tilkynningu frá Háskólanum segir að Steinunn hafi verið í skáldhópnum Listaskáldin vondu, ein kvenna, á áttunda áratug síðustu aldar. „Hún hafði þá þegar sent frá sér tvær ljóðabækur, hina fyrstu, Sífellur, þegar hún var nítján ára, og fagnar Steinunn nú 50 ára rithöfundarafmæli. Hún lauk háskólaprófi í sálarfræði og heimspeki frá University College Dublin. Steinunn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Hún hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2014 og ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar árið 2017. Henni voru veitt verðlaun íslenskra bóksala fyrir skáldsöguna Jójó og fyrir bókina um Heiðu sem hlaut einnig Fjöruverðlaunin. Steinunn fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Hjartastað og hafa fimm aðrar bækur hennar verið tilnefndar til sömu verðlauna,“ segir í tilkynningunni. Sigurður Pálsson, Vilborg Davíðsdóttir og Hlín Agnarsdóttir eru í hópi þeirra sem hafa áður gegnt starfi Jónasar Hallgrímssonar. Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Steinunn Sigurðardóttir, skáld og rithöfundur, gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands í vetur. Mun hún einkum vinna með meistaranemum að ljóðagerð. Stofnað var til starfsins árið 2015 til að efla starf í ritlist við Íslensku- og menningardeild. Í tilkynningu frá Háskólanum segir að Steinunn hafi verið í skáldhópnum Listaskáldin vondu, ein kvenna, á áttunda áratug síðustu aldar. „Hún hafði þá þegar sent frá sér tvær ljóðabækur, hina fyrstu, Sífellur, þegar hún var nítján ára, og fagnar Steinunn nú 50 ára rithöfundarafmæli. Hún lauk háskólaprófi í sálarfræði og heimspeki frá University College Dublin. Steinunn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Hún hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2014 og ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar árið 2017. Henni voru veitt verðlaun íslenskra bóksala fyrir skáldsöguna Jójó og fyrir bókina um Heiðu sem hlaut einnig Fjöruverðlaunin. Steinunn fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Hjartastað og hafa fimm aðrar bækur hennar verið tilnefndar til sömu verðlauna,“ segir í tilkynningunni. Sigurður Pálsson, Vilborg Davíðsdóttir og Hlín Agnarsdóttir eru í hópi þeirra sem hafa áður gegnt starfi Jónasar Hallgrímssonar.
Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira