Sér fram á að missa fimm daga gamalt barn sitt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. september 2019 18:30 Ung kona sem eignaðist barn fyrir þremur dögum vonast til þess að barnavernd veiti henni tækifæri til þess halda barninu í sinni forsjá en henni hefur verið tilkynnt að það verði tekið frá henni eftir tvo daga. Konan sem glímir við fíknivanda féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina. Fyrir þremur dögum fæddist Elvu Christinu Hafnadóttur lítil stúlka. Fæðingin gekk vel og heilsast henni og barni vel að hennar sögn. Vefmiðillinn Sykur greindi fyrst frá málinu en Elva hefur barist við áfengis- og vímuefnaneyslu um árabil, þó með hléum. Fyrir meðgöngu var hún í neyslu en hætti þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Á meðgöngunni slitu hún og barnsfaðir hennar samvistum og fluttist hann með eldra barn þeirra til Noregs. „Þarna missti ég barnið mitt frá mér, reyndar ekki til yfirvalda en hann allavega fór með hann til Noregs og neyslan mín varð bara verri. Og þetta var einhvern veginn svo óraunverulegt. Ég var ein og þunglynd og ég hafði ekki marga að þarna. Ég bara ekki í jafnvægi og ég skil ekki af hverju tók ekki ábyrgðina þá,“ segir Elva Christina Hafnadóttir.Elva Christina með nýfædda dóttur sína á brjósti.Vísir/AðsendFéll á fimmta mánuði meðgöngu og bað um hjálp „Ég reyndi að gera það rétta í stöðunni, kom fram og sagði ég hef verið að nota á meðgöngu, getið þið hjálpað mér. Ég fór sjálf upp á bráðadeild og ég bað um hjálp. Ég sagði, þið verðið að skrifa mig inn, sem þau og gerðu en þau sviptu mig sjálfræði líka,“ segir Elva. Síðan þá hefur Elva verið í eftirfylgd. En eftir að stúlkan kom í heiminn í vikunni var Elvu tilkynnt af Barnavernd að barnið yrði tekið af henni, þá líklega um helgina og fært á vistheimili. Elva segir það hafa verið mikið áfall og bætir við að þegar stúlkan getur, verði flogið með hana til föður hennar í Noregi. Það gæti orðið eftir átta vikur.Nýfædd dóttir Elvu ChristinuVísir/AðsendEr hrædd við næstu skref „Ég reyni bara að njóta hverra sekúndu með henni,“ segir Elva.Ertu hrædd um næstu skref? „Já,“ segir Elva.Hefur þú reynt að ræða við barnavernd og þá möguleika og kannski þau tækifæri sem þér finnst að þú eigir að fá? „Já,“ segir Elva.Hvaða svör færðu? „Ég fæ þau svör að ég hef mína fortíð og að ég þurfi að fara að vinna í mínum málum sem að ég er alveg sammála. Og ég var í neyslu á meðgöngu. Ég tek fulla ábyrgð á þessu,“ segir Elva.Vísir/AðsendÉg er tilbúin til þess að gera allt til þess að halda dóttur minni Elva hefur áður stigið fram í fjölmiðlum og sagt sína sögu. Hún á þrjú börn og er hún ekki með forsjá yfir þeim tveimur eldri. Þau eru í forsjá feðra, í sitthvoru landinu. Hún vonast eftir að Barnavernd sýni hennar stöðu skilning og gefi tækifæri og veiti henni og nýfæddu barni stuðning. Hún segist fá stuðning frá fjölskyldu sinni sem geti hjálpað til.Átakið Vaknaðu! stendur yfir þar sem athygli er vakin á þeirri hættu sem fylgi neyslu vímuefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Elva segir að fólk í hennar stöðu sé fordæmt. „Fólk má vera með fordóma. Fólk má vera með sínar skoðanir en það ætti að kynna sér sjúkdóminn vegna þess að það er fólk að deyja úr þessum sjúkdómi og það tekur eigið líf í stöðu eins og ég er í núna. Ég hef ekki átt dagana sæla en ég er tilbúin til þess að gera allt, ég er tilbúin í að gera allt til þess að fá halda þessu barni. Litlu dóttur minni sem ég var að eignast fyrir þremur dögum,“ segir Elva.Hér má sjá viðtalið við Elvu Christinu Hafnadóttur í heild sinni. Barnavernd Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Ung kona sem eignaðist barn fyrir þremur dögum vonast til þess að barnavernd veiti henni tækifæri til þess halda barninu í sinni forsjá en henni hefur verið tilkynnt að það verði tekið frá henni eftir tvo daga. Konan sem glímir við fíknivanda féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina. Fyrir þremur dögum fæddist Elvu Christinu Hafnadóttur lítil stúlka. Fæðingin gekk vel og heilsast henni og barni vel að hennar sögn. Vefmiðillinn Sykur greindi fyrst frá málinu en Elva hefur barist við áfengis- og vímuefnaneyslu um árabil, þó með hléum. Fyrir meðgöngu var hún í neyslu en hætti þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Á meðgöngunni slitu hún og barnsfaðir hennar samvistum og fluttist hann með eldra barn þeirra til Noregs. „Þarna missti ég barnið mitt frá mér, reyndar ekki til yfirvalda en hann allavega fór með hann til Noregs og neyslan mín varð bara verri. Og þetta var einhvern veginn svo óraunverulegt. Ég var ein og þunglynd og ég hafði ekki marga að þarna. Ég bara ekki í jafnvægi og ég skil ekki af hverju tók ekki ábyrgðina þá,“ segir Elva Christina Hafnadóttir.Elva Christina með nýfædda dóttur sína á brjósti.Vísir/AðsendFéll á fimmta mánuði meðgöngu og bað um hjálp „Ég reyndi að gera það rétta í stöðunni, kom fram og sagði ég hef verið að nota á meðgöngu, getið þið hjálpað mér. Ég fór sjálf upp á bráðadeild og ég bað um hjálp. Ég sagði, þið verðið að skrifa mig inn, sem þau og gerðu en þau sviptu mig sjálfræði líka,“ segir Elva. Síðan þá hefur Elva verið í eftirfylgd. En eftir að stúlkan kom í heiminn í vikunni var Elvu tilkynnt af Barnavernd að barnið yrði tekið af henni, þá líklega um helgina og fært á vistheimili. Elva segir það hafa verið mikið áfall og bætir við að þegar stúlkan getur, verði flogið með hana til föður hennar í Noregi. Það gæti orðið eftir átta vikur.Nýfædd dóttir Elvu ChristinuVísir/AðsendEr hrædd við næstu skref „Ég reyni bara að njóta hverra sekúndu með henni,“ segir Elva.Ertu hrædd um næstu skref? „Já,“ segir Elva.Hefur þú reynt að ræða við barnavernd og þá möguleika og kannski þau tækifæri sem þér finnst að þú eigir að fá? „Já,“ segir Elva.Hvaða svör færðu? „Ég fæ þau svör að ég hef mína fortíð og að ég þurfi að fara að vinna í mínum málum sem að ég er alveg sammála. Og ég var í neyslu á meðgöngu. Ég tek fulla ábyrgð á þessu,“ segir Elva.Vísir/AðsendÉg er tilbúin til þess að gera allt til þess að halda dóttur minni Elva hefur áður stigið fram í fjölmiðlum og sagt sína sögu. Hún á þrjú börn og er hún ekki með forsjá yfir þeim tveimur eldri. Þau eru í forsjá feðra, í sitthvoru landinu. Hún vonast eftir að Barnavernd sýni hennar stöðu skilning og gefi tækifæri og veiti henni og nýfæddu barni stuðning. Hún segist fá stuðning frá fjölskyldu sinni sem geti hjálpað til.Átakið Vaknaðu! stendur yfir þar sem athygli er vakin á þeirri hættu sem fylgi neyslu vímuefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Elva segir að fólk í hennar stöðu sé fordæmt. „Fólk má vera með fordóma. Fólk má vera með sínar skoðanir en það ætti að kynna sér sjúkdóminn vegna þess að það er fólk að deyja úr þessum sjúkdómi og það tekur eigið líf í stöðu eins og ég er í núna. Ég hef ekki átt dagana sæla en ég er tilbúin til þess að gera allt, ég er tilbúin í að gera allt til þess að fá halda þessu barni. Litlu dóttur minni sem ég var að eignast fyrir þremur dögum,“ segir Elva.Hér má sjá viðtalið við Elvu Christinu Hafnadóttur í heild sinni.
Barnavernd Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira