Innlent

Björguðu tíu ára stúlku úr sjálfheldu í hlíðum Esjunnar

Andri Eysteinsson skrifar
Stúlkan lenti í sjálfheldu í klettum.
Stúlkan lenti í sjálfheldu í klettum. Slysavarnafélagið Landsbjörg

Viðbragðsaðilar, björgunarsveitir auk slökkviliðsmanna frá höfuðborgarsvæðinu, voru kallaðir út í dag vegna ungrar stúlku sem lenti í sjálfheldu í Esjunni.

Hafði stúlkan, sem er tíu ára gömul verið á ferð með fjölskyldu sinni sem misst hafði sjónar á henni í klettum í hlíðum fjallsins.

Slysavarnafélagið Landsbjörg birtir á Facebook síðu sinni myndir frá björgunaraðgerðum og má sjá þær hér að neðan.

Í færslu Landsbjargar segir að stúlkan hafi verið skelkuð þegar viðbragðsaðilar komu henni til aðstoðar. Aðgerðir í Esjuhlíðum hafi þó gengið vel.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.