Innlent

Björguðu tíu ára stúlku úr sjálfheldu í hlíðum Esjunnar

Andri Eysteinsson skrifar
Stúlkan lenti í sjálfheldu í klettum.
Stúlkan lenti í sjálfheldu í klettum. Slysavarnafélagið Landsbjörg
Viðbragðsaðilar, björgunarsveitir auk slökkviliðsmanna frá höfuðborgarsvæðinu, voru kallaðir út í dag vegna ungrar stúlku sem lenti í sjálfheldu í Esjunni.Hafði stúlkan, sem er tíu ára gömul verið á ferð með fjölskyldu sinni sem misst hafði sjónar á henni í klettum í hlíðum fjallsins.Slysavarnafélagið Landsbjörg birtir á Facebook síðu sinni myndir frá björgunaraðgerðum og má sjá þær hér að neðan.Í færslu Landsbjargar segir að stúlkan hafi verið skelkuð þegar viðbragðsaðilar komu henni til aðstoðar. Aðgerðir í Esjuhlíðum hafi þó gengið vel.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.