Innlent

Maðurinn sem fróaði sér fyrir framan nemendur í Stakkahlíð látinn laus

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð.
Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð. MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDS

Búið er að taka skýrslu af manninum sem gekk inn í kennslustofu í Stakkahlíð, húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands, í gær og fróaði sér fyrir framan nemendur. Maðurinn, sem er rétt rúmlega þrítugur, var látinn laus að lokinni skýrslutöku í gær.

Ekki náðist í lögreglu vegna málsins í gær. Bylgja Hrönn Baldursdóttir, lögreglufulltrúi hjá kynferðisafbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi maðurinn hafi verið handtekinn í Stakkahlíð.

Sjá einnig: Gekk inn í kennslustofu í Stakkahlíð og byrjaði að fróa sér fyrir framan nemendur

Vitni lýsti því því í samtali við Vísi í gær að maðurinn hefði gengið inn í kennslustofuna um tuttugu mínútum áður en kennslustund átti að hefjast. Vitnið, sem var statt inni í stofunni ásamt nokkrum kvenkyns samnemendum sínum, sagði manninn hafa lokað harkalega á eftir sér, gyrt niður um sig og „byrjað að rúnka sér“.

Innt eftir því hvort maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi segir Bylgja að ekki hefði verið tekin af honum skýrsla ef svo væri. „Sumir eru bara á slæmum stað í lífinu,“ segir Bylgja.

Rannsókn málsins er á frumstigi en næstu skref verða væntanlega að ræða frekar við vitni. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.