Bergþór líklega kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 18. september 2019 14:30 Bergþór Ólason á leið til fundarins í dag. vísir/vilhelm Líklegt er að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, verði kjörin formaður umhverfis- og samgöngunefndar með tveimur atkvæðum flokksins í nefndinni en fulltrúar allra annarra flokka sitji hjá. Ekki tókst að ganga frá kjöri Bergþórs á fundi nefndarinnar í gær þar sem Jón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi eftir að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu Björns Leví Gunnarssonar áheyrnarfulltrúa Pírata um að Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins yrði kjörinn. Eftir fundinn í gær lýsti Karl því yfir að hann sæktist ekki eftir embættinu. Nefndin kemur aftur saman til fundar klukkan þrjú í dag. „Það er í fyrsta erfitt fyrir mig að spá nokkuð fyrir um framgang málsins á fundinum. En ég get sagt að út frá mínum bæjardyrum og bæjardyrum Viðreisnar að það var alltaf ljóst að formennska Jóns Gunnarssonar í nefndinni væri tímabundin,“ segir Hanna Katrín. Hann hafi tekið við formennskunni eftir klausturmálin sem hafi farið fyrir siðanefnd Alþingis sem komist hafi að niðurstöðu í sumar. Svo varð ekki. Samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu „Ég vonaði auðvitað að niðurstaðan myndi leiða til þess að þingflokkur Miðflokksins myndi tilnefna annan fulltrúa sinn í þessa formennsku. Samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu á Miðflokkurinn þessa formennsku. Þannig að ef þetta er fulltrúi þeirra á fundinum í dag mun ég ekki greiða atkvæði gegn honum,“ segir Hanna Katrín. Hún muni því sitja hjá við tillögu um Bergþór. Hefð er fyrir því að flokkar skipti sér ekki af vali annarra flokka á fulltrúum í nefndir og formennsku í þeim. Stjórnarflokkarnir hafa lýst yfir að skipan í formennsku í þremur nefndum þingsins sé algerlega í höndum stjórnarandstöðuflokkanna og því munu fulltrúar þeirra væntanlega sitja hjá einnig við kjörið í dag komi til þess.Gæti jafnvel farið svo að Bergþór yrði kjörinn eingöngu með sínu eigin atkvæði og atkvæði Karls Gauta? „Það gæti farið svo já. Það gæti gert það.“Að allir sitji í raun hjá nema Miðflokkurinn?„Eins og ég segi, ég get bara talað út frá mér. En þetta gæti orðið möguleg niðurstaða,“ segir Hanna Katrín Friðriksson. Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. 17. september 2019 19:15 Getur alls ekki hugsað sér að Bergþór verði formaður Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 17. september 2019 10:18 Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. 17. september 2019 10:16 Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Líklegt er að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, verði kjörin formaður umhverfis- og samgöngunefndar með tveimur atkvæðum flokksins í nefndinni en fulltrúar allra annarra flokka sitji hjá. Ekki tókst að ganga frá kjöri Bergþórs á fundi nefndarinnar í gær þar sem Jón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi eftir að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu Björns Leví Gunnarssonar áheyrnarfulltrúa Pírata um að Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins yrði kjörinn. Eftir fundinn í gær lýsti Karl því yfir að hann sæktist ekki eftir embættinu. Nefndin kemur aftur saman til fundar klukkan þrjú í dag. „Það er í fyrsta erfitt fyrir mig að spá nokkuð fyrir um framgang málsins á fundinum. En ég get sagt að út frá mínum bæjardyrum og bæjardyrum Viðreisnar að það var alltaf ljóst að formennska Jóns Gunnarssonar í nefndinni væri tímabundin,“ segir Hanna Katrín. Hann hafi tekið við formennskunni eftir klausturmálin sem hafi farið fyrir siðanefnd Alþingis sem komist hafi að niðurstöðu í sumar. Svo varð ekki. Samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu „Ég vonaði auðvitað að niðurstaðan myndi leiða til þess að þingflokkur Miðflokksins myndi tilnefna annan fulltrúa sinn í þessa formennsku. Samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu á Miðflokkurinn þessa formennsku. Þannig að ef þetta er fulltrúi þeirra á fundinum í dag mun ég ekki greiða atkvæði gegn honum,“ segir Hanna Katrín. Hún muni því sitja hjá við tillögu um Bergþór. Hefð er fyrir því að flokkar skipti sér ekki af vali annarra flokka á fulltrúum í nefndir og formennsku í þeim. Stjórnarflokkarnir hafa lýst yfir að skipan í formennsku í þremur nefndum þingsins sé algerlega í höndum stjórnarandstöðuflokkanna og því munu fulltrúar þeirra væntanlega sitja hjá einnig við kjörið í dag komi til þess.Gæti jafnvel farið svo að Bergþór yrði kjörinn eingöngu með sínu eigin atkvæði og atkvæði Karls Gauta? „Það gæti farið svo já. Það gæti gert það.“Að allir sitji í raun hjá nema Miðflokkurinn?„Eins og ég segi, ég get bara talað út frá mér. En þetta gæti orðið möguleg niðurstaða,“ segir Hanna Katrín Friðriksson.
Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. 17. september 2019 19:15 Getur alls ekki hugsað sér að Bergþór verði formaður Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 17. september 2019 10:18 Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. 17. september 2019 10:16 Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. 17. september 2019 19:15
Getur alls ekki hugsað sér að Bergþór verði formaður Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 17. september 2019 10:18
Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. 17. september 2019 10:16