Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um þau orð fjármálaráðherra að stjórnvöld séu nauðbeygð til þess að breyta allri gjaldtöku á ökutæki og umferð vegna þróunar á gerð ökutækja. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu meta þessa dagana tillögur frá samgönguráðherra um stórframkvæmdir í umferðarmálum á svæðinu.

Við fjöllum um vatnavextina sem hafa verið á Vesturlandi í dag en Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna úrkomu til morguns.

Við segjum einnig frá stofnfundi samráðsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífsins í loftslagsmálum. Atvinnulífið má ekki vera feimið við að ræða þann efnahagslega ávinning sem hlýst af því að standa sig betur í loftslagsmálum.

Þá hittum við 78 ára konu sem í dag lauk doktorsnámi í mannfræði við Háskóla Íslands en hún er elsti nemandi skólans til að ljúka doktorsnámi.

Þetta og meira til í kvöldfréttum, á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi, klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×