Enski boltinn

Átján ár síðan Michael Owen skoraði þrennu í bursti Englendinga á Þjóðverjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Michael Owen og Steven Gerrard fagna.
Michael Owen og Steven Gerrard fagna. vísir/getty

Í dag eru átján ár síðan Michael Owen skoraði þrjú mörk í stórsigri Englendinga á Þýskalandi er liðin mættust í undankeppni fyrir HM 2002.

Liðin mættust á Ólympíuleikvanginum í Munchen þann 1. september en Englendingar voru sterkari á öllum sviðum fótboltans.

Michael Owen, þá framherji Liverpool, var funheitur í liði Englands og skoraði þrjú mörk en hin mörkin skoruðu Steven Gerrard og Emil Heskey.

Þeir voru allir á mála hjá Liverpool er leikurinn var spilaður fyrir framan 63 þúsund manns í Munchen en Carsten Jancker kom Þýskalandi yfir í leiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.