Lífið

Kevin Hart fluttur á sjúkrahús eftir alvarlegt umferðarslys

Birgir Olgeirsson skrifar
Kevin Hart.
Kevin Hart. Vísir/Getty
Bandaríski grínistinn Kevin Hart slasaðist í umferðarslysi í Kaliforníu fyrr í dag.

Greint er frá þessu á vef TMZ en þar kemur fram að Hart var á ferð á Mullholand-veginum í Malibu þegar áreksturinn átti sér stað. Hart var farþegi í Plymouth Barracuda sem hafnaði utan vegar eftir að bílstjórinn missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn fór nokkrar veltur niður upphlaðinn vegkantinn.

Á vef TMZ eru birtar myndir og myndbönd af vettvangi slyssins en þar má sjá bílinn nokkuð mikið skemmdan. Auk Harts voru tveir til viðbótar í bílnum. Er ökumaðurinn sagður hafa slasast alvarlega.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.