Innlent

210 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur á Sandgerðisvegi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ökumaðurinn var jafnframt sviptur ökuleyfi í einn mánuð.
Ökumaðurinn var jafnframt sviptur ökuleyfi í einn mánuð. Vísir/vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann sem mældist á 149 kílómetra hraða á Sandgerðisvegi fyrir skömmu. Hámarkshraði á veginum er 90 kílómetrar á klukkustund. Ökumanninum var gert að greiða 210 þúsund krónur í sekt auk þess sem hann var sviptur ökuleyfi í einn mánuð.

Umræddur ökumaður ók hraðast þeirra tæplega þrjátíu ökumanna sem lögregla á Suðurnesjum hefur kært fyrir of hraðan akstur undanfarna daga. Annar ökumaður sem einnig var staðinn að hraðakstri var með of marga farþega í bifreiðinni og var því kærður fyrir það brot líka.

Þá voru fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um ölvunar- eða fíkniefnaakstur og skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem voru ótryggðar eða óskoðaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×