Innlent

Forsetinn fundar með Pence varaforseta

Kjartan Kjartansson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Fréttablaðið/Eyþór
Guðni Th. Jóhannesson, forseti, fundar með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar sá síðarnefndi heimsækir Íslands á morgun. Fundur þeirra fer fram klukkan 14:00. Búist er við miklum umferðartöfum fyrir bílaumferð í höfuðborgini vegna heimsóknar Pence.Samkvæmt heimildum Vísis funda þeir Guðni og Pence í Höfða á morgun. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, vildi ekki staðfesta það við Vísi, aðeins að fundurinn yrði klukkan 14:00. Hann vildi heldur ekki greina frá því hvort að eiginkonur þeirra eða aðrir yrðu viðstaddir fundinn.Í opinberri dagskrá Pence kemur fram að hann og eiginkona hans Karen ætli að drekka kaffi með Guðna og Elizu Reid forsetafrú í Höfða.Auk Guðna ætlar Pence að hitta Katrínu Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á meðan hann dvelur á landinu.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að lokað verði fyrir alla umferð um hluta Sæbrautar, á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar, frá hádegi þar til síðdegis vegna heimsóknar Pence. Þá megi búast við tímabundnum töfum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Hluta Borgartúns verður einnig lokað fyrir allri umferð.Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Starfs­lið Pence leigir sex­tíu leigu­bíla

Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.