Innlent

Eftirlit við Hlíðaskóla aukið vegna tveggja manna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hlíðaskóli í Reykjavík.
Hlíðaskóli í Reykjavík. Vísir/Vilhelm
Nemandi í Hlíðaskóla í Reykjavík lýsir því hvernig tveir menn hafi lagt að sér að koma með sér af lóð skólans í dag. Skólastjóri Hlíðaskóla segir lögreglu meðvitaða um málið og aukið eftirlit verði í kringum skólann á næstunni.

Fram kemur í bréfi Kristrúnar Guðmundsdóttur skólastjóra til foreldra að um hádegisbil hafi tveir menn verið á sveimi nærri skólanum.

„Af lýsingu að dæma var annar um tvítugt og hinn um þrítugt. Sá yngri er dökkhærður og var klæddur í rauða hettupeysu en sá eldri skolhærður í skyrtu. Þeir höfðu afskipit af stúlku í unglingadeild og lögðu að henni að koma með sér.“

Kristrún segir stúlkuna hafa brugðist hárrétt við og hrist mennina af sér.

„Lögregla var kölluð til og tók skýrslu af stúlkunni ásamt vinkonu hennar sem hafði sér mennina tilsýndar. Lögregla mun hafa aukið eftirlit í kringum skólann og nágrenni á næstunni.“

Mikilvægt sé að foreldrar ræði við börnin sín um að fara varlega gagnvart ókunnugum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×