Móðurhlutverkið sameinaði þær Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. september 2019 10:00 Hanna Björk og Anna Rún fjalla um undraheim Snorra í myndinni Kaf. Það er auðvitað óvanalegt að á bak við eina heimildarmynd séu þrír leikstjórar, en það á sér sína skýringu,“ segir Hanna Björk Valsdóttir kvikmyndagerðarmaður. Hún og Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarmaður, tvær af konunum á bak við heimildarmyndina Kaf, sem var frumsýnd í Bíói Paradís í vikunni, ræða um ferlið við gerð myndarinnar sem þær gerðu ásamt Elínu Hansdóttur myndlistarmanni. „Það var ágætt að Anna Rún og Elín eru ekki úr kvikmyndageiranum. Þótt í rauninni sé ekki mikill munur á því að vera í myndlist og kvikmyndum. En ég gerði mér kannski betur grein fyrir því hvað við vorum að fara út í. Það gera sér nefnilega fæstir grein fyrir því hvað það fylgir mikil vinna heimildarmyndagerð og hún tekur tíma. Efnið þarf að mótast og meltast, og þetta er mjög langt ferli,“ segir Hanna Björk. „Það voru barneignir sem sameinuðu okkur fyrir nokkrum árum, við vorum í mömmuklúbbi, mömmujóga og í ungbarnasundi og reynslan af því að vera hjá Snorra situr enn í mér sjö árum seinna. Þetta er svo stór upplifun,“ segir Anna Rún um tengslin á milli þeirra og upphaf verksins.Snorri Magnússon með kornungan og duglegan nemanda í lófum sér.„Við vildum sem mæður og listamenn fjalla um þennan sérstaka tíma, þar sem foreldrar helga sig því verkefni að kynnast nýrri mannveru og vera til staðar fyrir hana. Þetta er dýrmætur tími og ungbarnasundið, sem við höfum allar reynslu af, hreyfði við okkur. Við vildum kanna áhrifin á þessa samveru og nánd og það sem gerist í lífi barna og foreldra á þessum tíma. Hvað er það er sem gerir samveru með barninu þínu í nánd við aðra foreldra mikilvæga. Þetta er svo gjöfult, það er einhver elexír í loftinu í lauginni hjá Snorra og maður kemur alltaf glaður upp úr henni,“ segir hún. Þær ræddu við fræðimenn um aðferðir Snorra og það sem á sér stað á milli foreldra og barna þeirra í lauginni. „Við ræddum til dæmis við Colwyn Trevarthen, prófessor í sálfræði barna og sálfræðilegri líffræði, Hermund Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Háskólann í Þrándheimi, og Sæunni Kjartansdóttur frá Miðstöð foreldra og barna. Við þurftum svolítið að kafa ofan í starfið frá sjónarhóli fræðimanna og það var virkilega áhugavert að sjá þeirra viðbrögð. Þeim fannst þetta svo merkilegt,“ segir Hanna Björk. Anna Rún tekur undir. „Colwyn hefur starfað í þessum bransa í fjörutíu ár og fannst stórmerkilegt að fjögurra mánaða gamalt barn gæti staðið óstutt í lófa. Honum fannst starf Snorra svo magnað að hann bætti bókarkafla um hann í nýja bók sína. Sæunn talaði hins vegar um að henni fyndist ekki skipta öllu máli hvort barn geti staðið í lófa eða farið í kollhnís. Henni fannst gleði og stolt foreldranna og viðbrögð barnsins við foreldrum sínum vera það mikilvægasta. Ungbarnasundið hjálpi foreldrum að mynda tengsl við börnin sín í ögrandi og örvandi umhverfi.“Klippa: KAF - sýnishorn Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Heimilislegur ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Lífið samstarf Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Lífið Fleiri fréttir Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Sjá meira
Það er auðvitað óvanalegt að á bak við eina heimildarmynd séu þrír leikstjórar, en það á sér sína skýringu,“ segir Hanna Björk Valsdóttir kvikmyndagerðarmaður. Hún og Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarmaður, tvær af konunum á bak við heimildarmyndina Kaf, sem var frumsýnd í Bíói Paradís í vikunni, ræða um ferlið við gerð myndarinnar sem þær gerðu ásamt Elínu Hansdóttur myndlistarmanni. „Það var ágætt að Anna Rún og Elín eru ekki úr kvikmyndageiranum. Þótt í rauninni sé ekki mikill munur á því að vera í myndlist og kvikmyndum. En ég gerði mér kannski betur grein fyrir því hvað við vorum að fara út í. Það gera sér nefnilega fæstir grein fyrir því hvað það fylgir mikil vinna heimildarmyndagerð og hún tekur tíma. Efnið þarf að mótast og meltast, og þetta er mjög langt ferli,“ segir Hanna Björk. „Það voru barneignir sem sameinuðu okkur fyrir nokkrum árum, við vorum í mömmuklúbbi, mömmujóga og í ungbarnasundi og reynslan af því að vera hjá Snorra situr enn í mér sjö árum seinna. Þetta er svo stór upplifun,“ segir Anna Rún um tengslin á milli þeirra og upphaf verksins.Snorri Magnússon með kornungan og duglegan nemanda í lófum sér.„Við vildum sem mæður og listamenn fjalla um þennan sérstaka tíma, þar sem foreldrar helga sig því verkefni að kynnast nýrri mannveru og vera til staðar fyrir hana. Þetta er dýrmætur tími og ungbarnasundið, sem við höfum allar reynslu af, hreyfði við okkur. Við vildum kanna áhrifin á þessa samveru og nánd og það sem gerist í lífi barna og foreldra á þessum tíma. Hvað er það er sem gerir samveru með barninu þínu í nánd við aðra foreldra mikilvæga. Þetta er svo gjöfult, það er einhver elexír í loftinu í lauginni hjá Snorra og maður kemur alltaf glaður upp úr henni,“ segir hún. Þær ræddu við fræðimenn um aðferðir Snorra og það sem á sér stað á milli foreldra og barna þeirra í lauginni. „Við ræddum til dæmis við Colwyn Trevarthen, prófessor í sálfræði barna og sálfræðilegri líffræði, Hermund Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Háskólann í Þrándheimi, og Sæunni Kjartansdóttur frá Miðstöð foreldra og barna. Við þurftum svolítið að kafa ofan í starfið frá sjónarhóli fræðimanna og það var virkilega áhugavert að sjá þeirra viðbrögð. Þeim fannst þetta svo merkilegt,“ segir Hanna Björk. Anna Rún tekur undir. „Colwyn hefur starfað í þessum bransa í fjörutíu ár og fannst stórmerkilegt að fjögurra mánaða gamalt barn gæti staðið óstutt í lófa. Honum fannst starf Snorra svo magnað að hann bætti bókarkafla um hann í nýja bók sína. Sæunn talaði hins vegar um að henni fyndist ekki skipta öllu máli hvort barn geti staðið í lófa eða farið í kollhnís. Henni fannst gleði og stolt foreldranna og viðbrögð barnsins við foreldrum sínum vera það mikilvægasta. Ungbarnasundið hjálpi foreldrum að mynda tengsl við börnin sín í ögrandi og örvandi umhverfi.“Klippa: KAF - sýnishorn
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Heimilislegur ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Lífið samstarf Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Lífið Fleiri fréttir Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Sjá meira