Fyrstur til að fljúga gírókopter umhverfis heiminn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 20:00 Heimsmet gæti fallið á næstu dögum þegar Breti, sem nú er staddur hér á landi, verður fyrsti maðurinn til að ferðast umhverfis hnöttinn á gírókopter. Á morgun flýgur hann frá Íslandi til Færeyja, áður en hann heldur til Bretlands og lokar þar hringnum. Þyrlan er opin og hann segist margoft hafa lent í vonskuveðri. James Ketchell lagði af stað frá Bretlandi í mars og á nú að baki 3.300 kílómetra leið, eða nánast umhverfis hnöttinn. „Á morgun hyggst ég fljúga þyrlunni til baka til Færeyja en þá mun ég eiga eftir einn fluglegg til Bretlands. Þá verður hringflugi mínu umhverfis jörðina lokið," segir Ketchell spenntur. Ketchell er mikill ævintýramaður, hefur klifið Everest-fjall, hjólað umhverfis heiminn og róið yfir Atlantshafið. Ef þetta tekst verður hann einnig fyrsti maðurinn til að fljúga umhverfis heiminn í þessu farartæki.Ketchell á flugi yfir San Fransisco í Bandaríkjunum„Eins og þið sjáið er stjórnklefinn opinn og því er maður mjög berskjaldaður fyrir náttúruöflum og rigningu. Því get ég í rauninni aðeins flogið í góðu veðri. Ég hef samt oft lent í mjög slæmu veðri. Í Kanada þurfti ég til dæmis að nauðlenda vegna eldinga sem laust óvænt niður," segir hann. Ketchell er einn á ferð en fólk fylgist þó með ferðinni í gegnum staðsetningarbúnað, tilbúið að bregðast við í neyðartilvikum. Hann segir gírókopter vera örugga þrátt fyrir smæðina. „Flugfarið er stanslaust á sjálfvirkum snúningi og því fellur maður aldrei til jarðar, jafnvel þótt vélin stöðvist. Maður svífur bara til jarðar." Á leið sinni hefur hann safnað áheitum fyrir barnasamtök og vill sýna fram á að allt sé hægt. „En það opnast engin tækifæri bara sjálfkrafa, þú þarft að leggja metnað í þau. En þegar þú gerir það er mögulegt." Fréttir af flugi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Heimsmet gæti fallið á næstu dögum þegar Breti, sem nú er staddur hér á landi, verður fyrsti maðurinn til að ferðast umhverfis hnöttinn á gírókopter. Á morgun flýgur hann frá Íslandi til Færeyja, áður en hann heldur til Bretlands og lokar þar hringnum. Þyrlan er opin og hann segist margoft hafa lent í vonskuveðri. James Ketchell lagði af stað frá Bretlandi í mars og á nú að baki 3.300 kílómetra leið, eða nánast umhverfis hnöttinn. „Á morgun hyggst ég fljúga þyrlunni til baka til Færeyja en þá mun ég eiga eftir einn fluglegg til Bretlands. Þá verður hringflugi mínu umhverfis jörðina lokið," segir Ketchell spenntur. Ketchell er mikill ævintýramaður, hefur klifið Everest-fjall, hjólað umhverfis heiminn og róið yfir Atlantshafið. Ef þetta tekst verður hann einnig fyrsti maðurinn til að fljúga umhverfis heiminn í þessu farartæki.Ketchell á flugi yfir San Fransisco í Bandaríkjunum„Eins og þið sjáið er stjórnklefinn opinn og því er maður mjög berskjaldaður fyrir náttúruöflum og rigningu. Því get ég í rauninni aðeins flogið í góðu veðri. Ég hef samt oft lent í mjög slæmu veðri. Í Kanada þurfti ég til dæmis að nauðlenda vegna eldinga sem laust óvænt niður," segir hann. Ketchell er einn á ferð en fólk fylgist þó með ferðinni í gegnum staðsetningarbúnað, tilbúið að bregðast við í neyðartilvikum. Hann segir gírókopter vera örugga þrátt fyrir smæðina. „Flugfarið er stanslaust á sjálfvirkum snúningi og því fellur maður aldrei til jarðar, jafnvel þótt vélin stöðvist. Maður svífur bara til jarðar." Á leið sinni hefur hann safnað áheitum fyrir barnasamtök og vill sýna fram á að allt sé hægt. „En það opnast engin tækifæri bara sjálfkrafa, þú þarft að leggja metnað í þau. En þegar þú gerir það er mögulegt."
Fréttir af flugi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira