Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 8. september 2019 20:15 Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. Starfsmenn embættisins upplifi ógnarstjórn. Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra vill að öll lögregluembætti verði sameinuð undir einn hatt. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun gerði heildarúttekt á Embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna óánægju innan lögregluembætta með rekstur hennar. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir félagsmenn ítrekað hafa kvartað undan störfum Ríkislögreglustjóra, bæði lögreglumenn sem starfi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og félagsmenn sem starfa hjá embætti Ríkislögreglustjóra. „Við höfum fengið athugasemdir frá þó nokkrum varðandi það að þeir treysti sér ekki til viðræðna við ríkislögreglustjóra og kvarti yfir ógnar - og óttastjórnun og tali um meðvirkni í efsta lagi stjórnenda,“ segir Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Þá hafi mikið verið kvartað undan fatamálum lögreglumanna. Í dag sé erfitt að ná saman hópi af lögreglumönnum í samstæðum fatnaði. Auk þess sé kvartað undan því að verklagsreglur séu ekki gefnar út en það er hlutverk Ríkislögreglustjóra. „Meðal annars má nefna verklagsreglur um stöðvun ökutækja, við höfum beðið eftir þeim í mörg ár og fleiri verklagsreglum er varða okkar störf,“ segir Arinbjörn.Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/BaldurEmbætti ríkislögreglustjóra telur að úttektin eigi að beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu, ekki einungis að embættinu. „Við teljum í raun og veri að það eigi að vera hægt að ná kannski betri árangri ef að lögreglan væri heildstæðari og svo þegar maður hefur horft á þessa sundrung undanfarin fimm ár eða svo og þessi upphlaup í fjölmiðlum þá finnst mér eiginlega að það væri bara ágætt að fá einhvern utanaðkomandi, eins og ríkisendurskoðanda til að skoða bara starfsemi lögreglunnar í heild sinni,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Betri árangri megi ná í rannsóknum á tölvuglæpum og skipulagðri brotastarfsemi. Til að ná því fram þurfi að minnka yfirbyggingu. Sameina öll lögregluumdæmi og embætti ríkislögreglustjóra undir einum hatti. „Þegar lögreglan er brotin upp í svona margar stofnanir og tími stjórnenda fer í það að deila um fjárveitingar og verkefni og þetta er svona má segja bara samkeppni. Ég tel að þetta sé ekki heilbrigt fyrir lögregluna,“ segir Jón. Arinbjörn segir mikilvægt að byrja úttektina hjá embætti Ríkislögreglustjóra og það strax. Honum þyki alvarlegast að lögreglumenn skynji að ekki ríki fullt traust milli Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranna. „Sé þetta satt er grafalvarleg staða uppi. Og náttúrlega staða sem ráðuneytið verður að bregðast við strax. Ég og félagar mínir innan lögreglufélagsins teljum að stjórnandi, ríkislögreglustjóri sjálfur eigi að stíga til hliðar á meðan þessi úttekt eigi sér stað,“ segir Arinbjörn. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. Starfsmenn embættisins upplifi ógnarstjórn. Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra vill að öll lögregluembætti verði sameinuð undir einn hatt. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun gerði heildarúttekt á Embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna óánægju innan lögregluembætta með rekstur hennar. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir félagsmenn ítrekað hafa kvartað undan störfum Ríkislögreglustjóra, bæði lögreglumenn sem starfi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og félagsmenn sem starfa hjá embætti Ríkislögreglustjóra. „Við höfum fengið athugasemdir frá þó nokkrum varðandi það að þeir treysti sér ekki til viðræðna við ríkislögreglustjóra og kvarti yfir ógnar - og óttastjórnun og tali um meðvirkni í efsta lagi stjórnenda,“ segir Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Þá hafi mikið verið kvartað undan fatamálum lögreglumanna. Í dag sé erfitt að ná saman hópi af lögreglumönnum í samstæðum fatnaði. Auk þess sé kvartað undan því að verklagsreglur séu ekki gefnar út en það er hlutverk Ríkislögreglustjóra. „Meðal annars má nefna verklagsreglur um stöðvun ökutækja, við höfum beðið eftir þeim í mörg ár og fleiri verklagsreglum er varða okkar störf,“ segir Arinbjörn.Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/BaldurEmbætti ríkislögreglustjóra telur að úttektin eigi að beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu, ekki einungis að embættinu. „Við teljum í raun og veri að það eigi að vera hægt að ná kannski betri árangri ef að lögreglan væri heildstæðari og svo þegar maður hefur horft á þessa sundrung undanfarin fimm ár eða svo og þessi upphlaup í fjölmiðlum þá finnst mér eiginlega að það væri bara ágætt að fá einhvern utanaðkomandi, eins og ríkisendurskoðanda til að skoða bara starfsemi lögreglunnar í heild sinni,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Betri árangri megi ná í rannsóknum á tölvuglæpum og skipulagðri brotastarfsemi. Til að ná því fram þurfi að minnka yfirbyggingu. Sameina öll lögregluumdæmi og embætti ríkislögreglustjóra undir einum hatti. „Þegar lögreglan er brotin upp í svona margar stofnanir og tími stjórnenda fer í það að deila um fjárveitingar og verkefni og þetta er svona má segja bara samkeppni. Ég tel að þetta sé ekki heilbrigt fyrir lögregluna,“ segir Jón. Arinbjörn segir mikilvægt að byrja úttektina hjá embætti Ríkislögreglustjóra og það strax. Honum þyki alvarlegast að lögreglumenn skynji að ekki ríki fullt traust milli Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranna. „Sé þetta satt er grafalvarleg staða uppi. Og náttúrlega staða sem ráðuneytið verður að bregðast við strax. Ég og félagar mínir innan lögreglufélagsins teljum að stjórnandi, ríkislögreglustjóri sjálfur eigi að stíga til hliðar á meðan þessi úttekt eigi sér stað,“ segir Arinbjörn.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17