Bíó og sjónvarp

Framkoma með Fannari Sveinssyni á Stöð 2 í september

Andri Eysteinsson skrifar
Framkoma hefst áttunda september.
Framkoma hefst áttunda september. Stöð 2
Ísland er stútfullt af hæfileikafólki á ýmsum sviðum og fjöldi Íslendinga starfar við að koma fram á sviði. Fannar Sveinsson setti sér það markmið að kynnast betur því sem til þarf og ákvað því að fylgja þjóðþekktum Íslendingum í starfi þeirra.

Manneskjurnar og störfin eru ólík, allt frá tónlistarfólkinu Ragga Bjarna og GDRN til athafnamannsins Magnúsar Scheving og forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttir.

Öll stunda þau atvinnu þar sem krafa er gerð um framkomu. Fannar, og áhorfendur sjónvarpsþáttanna Framkomu, kynnast þessum þjóðþekktu Íslendingum og sjá hvað fer fram í þeirra daglega lífi.

Í þáttunum fylgjumst við með Magnúsi Scheving ganga á höndum, Margréti Maack í kabarett sýningu og sjáum fréttaþulinn Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur undirbúa sig fyrir beina útsendingu.

Þættirnir heita eins og áður segir Framkoma og hefjast á Stöð 2 sunnudaginn 8. September næstkomandi.

Hér að neðan má sjá glæsilegt sýnishorn úr þáttunum Framkoma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.