Innlent

Sakaðir um að framleiða átta og hálft kíló af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði

Birgir Olgeirsson skrifar
Embætti héraðssaksóknara sækir málið.
Embætti héraðssaksóknara sækir málið.
Þrír hafa verið ákærðir fyrir að framleiða átta og hálft kíló af amfetamíni í sumarbústaði í Borgarfirði. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins en þar kom fram að mennirnir eru einnig ákærðir fyrir að rækta 200 kannabisplöntur í útihúsi við bæ á Suðurlandi.Greint var frá því fyrr í sumar að fjórir væru í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi. Tveir af þeim höfðu hlotið dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða fyrir áratug, en það eru þeir Einar Jökull Einarsson og Alvar Óskarsson sem eru tveir af þeim sem hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara.Alls voru sex manns ákærðir í Pólstjörnumálinu á sínum tíma. Lögregla gerði fíkniefni upptæk í skútunni Pólstjörnunni sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september 2007. Þar var reynt að smygla 23,6 kíló af amfetamíni, 13,9 kíló af e-töfludufti og 1.746 e-töflur til landsins frá Danmörku og með viðkomu á Hjaltlandseyjum og Færeyjum.Einar hlaut níu og hálfs árs dóm í Pólstjörnumálinu en Alvar sjö ára dóm.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.