Örfoka land ekki fest í sessi með þjóðgarði Sveinn Arnarsson skrifar 21. ágúst 2019 06:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur staðið í ströngu síðan hann tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Nýr þjóðgarður á hálendi Íslands mun ekki festa í sessi örfoka land og hægt verður að græða upp land innan þjóðgarðsins. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og telur mikilvægt að endurheimta gróðurþekju sem eitt af verkefnum Íslands í baráttu gegn hlýnun jarðar. Hann segir það mikilvægt að hálendisþjóðgarður stöðvi ekki uppgræðslu og endurheimt gróðurs á hálendinu. „Eitt af tækifærunum við Miðhálendisþjóðgarð er einmitt að auka möguleikana á að endurheimta gróður og jarðveg. Slíka endurheimt má til dæmis sjá í Vatnajökulsþjóðgarði í dag. Miðhálendisþjóðgarður er síður en svo ávísun á örfoka land eða ávísun á það að uppgræðslu innan hans yrði hætt eða komið í veg fyrir að ráðist yrði í þannig verkefni. Æskilegt er að endurheimt landgæða geti átt sér stað á svæðinu, meðal annars sem liður í átaki í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Fréttablaðið sagði frá því á forsíðu sinni síðastliðinn mánudag að Landgræðslan og Skógræktin væru uggandi yfir því að mögulegur þjóðgarður gæti komið í veg fyrir uppgræðslu á hálendinu. Stofnanirnar hafa báðar sent inn umsögn vegna málsins og bent á þennan vankant. Það ber þó ekki að túlka sem svo að þær séu á móti stofnun þjóðgarðs. Aðeins að hægt verði að endurheimta þann gróður sem tapast hefur vegna sauðfjárbeitar þar síðustu árhundruð. Sauðfjárbeit eða veiðar verða ekki bannaðar innan þjóðgarðsins. Bændur, sem nýtt hafa hálendi landsins til upprekstrar munu því ekki þurfa að óttast það að tapa afréttum og almenningum sem þeir hafa nýtt í aldir. Að mati Guðmundar Inga er mikilvægt að nýting innan þjóðgarðsins verði sjálfbær. „Það er mikilvægt að nytjar innan marka þjóðgarðsins verði sjálfbærar og nefndin sem vinnur að tillögum um þjóðgarðinn hefur lagt áherslu á að hefðbundnar sjálfbærar nytjar verði áfram leyfðar, svo sem veiðar og beit. Með tilkomu nýrra landgræðslulaga frá því í fyrra þarf síðan að setja viðmið um sjálfbæra landnýtingu.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Telur svarta sauði á meðal Íslendinga sem útlendinga á hálendinu Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. 12. ágúst 2019 14:30 Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Nýr þjóðgarður á hálendi Íslands mun ekki festa í sessi örfoka land og hægt verður að græða upp land innan þjóðgarðsins. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og telur mikilvægt að endurheimta gróðurþekju sem eitt af verkefnum Íslands í baráttu gegn hlýnun jarðar. Hann segir það mikilvægt að hálendisþjóðgarður stöðvi ekki uppgræðslu og endurheimt gróðurs á hálendinu. „Eitt af tækifærunum við Miðhálendisþjóðgarð er einmitt að auka möguleikana á að endurheimta gróður og jarðveg. Slíka endurheimt má til dæmis sjá í Vatnajökulsþjóðgarði í dag. Miðhálendisþjóðgarður er síður en svo ávísun á örfoka land eða ávísun á það að uppgræðslu innan hans yrði hætt eða komið í veg fyrir að ráðist yrði í þannig verkefni. Æskilegt er að endurheimt landgæða geti átt sér stað á svæðinu, meðal annars sem liður í átaki í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Fréttablaðið sagði frá því á forsíðu sinni síðastliðinn mánudag að Landgræðslan og Skógræktin væru uggandi yfir því að mögulegur þjóðgarður gæti komið í veg fyrir uppgræðslu á hálendinu. Stofnanirnar hafa báðar sent inn umsögn vegna málsins og bent á þennan vankant. Það ber þó ekki að túlka sem svo að þær séu á móti stofnun þjóðgarðs. Aðeins að hægt verði að endurheimta þann gróður sem tapast hefur vegna sauðfjárbeitar þar síðustu árhundruð. Sauðfjárbeit eða veiðar verða ekki bannaðar innan þjóðgarðsins. Bændur, sem nýtt hafa hálendi landsins til upprekstrar munu því ekki þurfa að óttast það að tapa afréttum og almenningum sem þeir hafa nýtt í aldir. Að mati Guðmundar Inga er mikilvægt að nýting innan þjóðgarðsins verði sjálfbær. „Það er mikilvægt að nytjar innan marka þjóðgarðsins verði sjálfbærar og nefndin sem vinnur að tillögum um þjóðgarðinn hefur lagt áherslu á að hefðbundnar sjálfbærar nytjar verði áfram leyfðar, svo sem veiðar og beit. Með tilkomu nýrra landgræðslulaga frá því í fyrra þarf síðan að setja viðmið um sjálfbæra landnýtingu.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Telur svarta sauði á meðal Íslendinga sem útlendinga á hálendinu Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. 12. ágúst 2019 14:30 Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Telur svarta sauði á meðal Íslendinga sem útlendinga á hálendinu Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. 12. ágúst 2019 14:30
Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08
Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16