Þróaði blekkingaraðferð fyrir maraþonhlaupara Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 08:00 Þórarinn ætlar í hálft maraþon eftir morgundaginn og halda þeim vana að hlaupa langt einu sinni á ári. Fréttablaðið/Valli Það stemmir, ég er sjötugur,“ segir Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld, hressilega, spurður út í merkisafmælið sem hann á í dag. Hann kveðst verða í bænum. „Kona mín og synir eru búin að skipuleggja einhvern fagnað sem verður bara í lok mánaðarins og ég veit ekki mikið um. Það verður ekkert um að vera í dag nema hvað ég gef út bók sem heitir Til í að vera til. Það er ljóðabók, eða kannski frekar vísnakver, og það verður útgáfuhóf í Eymundsson í Austurstræti klukkan fimm, þangað eru allir velkomnir.“ Um nýlegar yrkingar er að ræða, að sögn skáldsins. „Þetta eru stökur og limrur og svona stuttar hugleiðingar á bundnu formi ýmiss konar, sjötíu stykki í tilefni dagsins.“ Þann 24. ágúst, á Menningarnótt, ætlar Þórarinn að hlaupa hálft maraþon í nítjánda skipti. „Það er fastur siður hjá mér að hlaupa svona langt einu sinni á ári,“ segir hann og kveðst hafa þróað sérstaka blekkingaraðferð til að ná því markmiði. „Ég get alltaf hlaupið tíu kílómetra vandræðalaust, það veit ég. Þegar síðan kemur að þessu Reykjavíkurmaraþoni þá bara hleyp ég ósköp einfaldlega tíu kílómetra og segi við sjálfan mig fyrst: „Þetta er ekkert mál, þú veist að þú getur þetta alltaf.“ Þegar ég er búinn með þann sprett þá bara segi ég þetta aftur: „Þú veist þú getur alltaf hlaupið tíu kílómetra.“ Svo hleyp ég tíu kílómetra í viðbót og þá er einungis einn eftir til að ná hálfu maraþoni. Þetta svínvirkar!“ Þórarinn segist hafa verið svo heppinn bæði þegar hann varð fimmtugur og sextugur að Reykjavíkurmaraþonið hafi borið upp á afmælisdaginn. „Núna tókst mér einhvern veginn ekki að miða nógu vel, svo það er eftir tvo daga,“ segir hann og kveðst hlaupa til styrktar minningarsjóði sonar síns, Kristjáns Eldjárns gítarleikara. Það er sjóður sem verðlaunar frábæra músíkanta á hverju ári. Þórarinn átti heima í Þjóðminjasafninu á uppvaxtarárum sínum og síðar á Bessastöðum, inntur eftir afmælum hans þar svarar hann: „Flest bernskuafmæli sem ég man eftir voru meðan ég var í sveit á Tjörn í Svarfaðardal. Þá var splæst kakói á allan krakkaskarann og afmælisbarnið fékk góðar gjafir. Minni viðhöfn var ef ég var staddur í bænum, enda allir skólafélagar og vinir staddir víðsfjarri út um allar trissur. Í grennd við Tjörn á Þórarinn bústað með fjölskyldu sinni, hann nefnist Gullbringa. Spurður hvort hann hafi dvalið þar mikið í sumar svarar hann: „Já, við höfum pendlað dálítið á milli. Það er ýmsum erindum og skyldum að sinna hér syðra, bæði í sambandi við útgáfu og fjölskyldu, passa barnabörn og vaka yfir öllu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Tímamót Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Það stemmir, ég er sjötugur,“ segir Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld, hressilega, spurður út í merkisafmælið sem hann á í dag. Hann kveðst verða í bænum. „Kona mín og synir eru búin að skipuleggja einhvern fagnað sem verður bara í lok mánaðarins og ég veit ekki mikið um. Það verður ekkert um að vera í dag nema hvað ég gef út bók sem heitir Til í að vera til. Það er ljóðabók, eða kannski frekar vísnakver, og það verður útgáfuhóf í Eymundsson í Austurstræti klukkan fimm, þangað eru allir velkomnir.“ Um nýlegar yrkingar er að ræða, að sögn skáldsins. „Þetta eru stökur og limrur og svona stuttar hugleiðingar á bundnu formi ýmiss konar, sjötíu stykki í tilefni dagsins.“ Þann 24. ágúst, á Menningarnótt, ætlar Þórarinn að hlaupa hálft maraþon í nítjánda skipti. „Það er fastur siður hjá mér að hlaupa svona langt einu sinni á ári,“ segir hann og kveðst hafa þróað sérstaka blekkingaraðferð til að ná því markmiði. „Ég get alltaf hlaupið tíu kílómetra vandræðalaust, það veit ég. Þegar síðan kemur að þessu Reykjavíkurmaraþoni þá bara hleyp ég ósköp einfaldlega tíu kílómetra og segi við sjálfan mig fyrst: „Þetta er ekkert mál, þú veist að þú getur þetta alltaf.“ Þegar ég er búinn með þann sprett þá bara segi ég þetta aftur: „Þú veist þú getur alltaf hlaupið tíu kílómetra.“ Svo hleyp ég tíu kílómetra í viðbót og þá er einungis einn eftir til að ná hálfu maraþoni. Þetta svínvirkar!“ Þórarinn segist hafa verið svo heppinn bæði þegar hann varð fimmtugur og sextugur að Reykjavíkurmaraþonið hafi borið upp á afmælisdaginn. „Núna tókst mér einhvern veginn ekki að miða nógu vel, svo það er eftir tvo daga,“ segir hann og kveðst hlaupa til styrktar minningarsjóði sonar síns, Kristjáns Eldjárns gítarleikara. Það er sjóður sem verðlaunar frábæra músíkanta á hverju ári. Þórarinn átti heima í Þjóðminjasafninu á uppvaxtarárum sínum og síðar á Bessastöðum, inntur eftir afmælum hans þar svarar hann: „Flest bernskuafmæli sem ég man eftir voru meðan ég var í sveit á Tjörn í Svarfaðardal. Þá var splæst kakói á allan krakkaskarann og afmælisbarnið fékk góðar gjafir. Minni viðhöfn var ef ég var staddur í bænum, enda allir skólafélagar og vinir staddir víðsfjarri út um allar trissur. Í grennd við Tjörn á Þórarinn bústað með fjölskyldu sinni, hann nefnist Gullbringa. Spurður hvort hann hafi dvalið þar mikið í sumar svarar hann: „Já, við höfum pendlað dálítið á milli. Það er ýmsum erindum og skyldum að sinna hér syðra, bæði í sambandi við útgáfu og fjölskyldu, passa barnabörn og vaka yfir öllu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Tímamót Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira