Lífið

Nánast ógerningur að ná mynd af öllum börnunum saman

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Á síðustu árum hefur fjölgað mjög í hópnum og er Kardashian-West fjölskyldan orðin sex manna fjölskylda.
Á síðustu árum hefur fjölgað mjög í hópnum og er Kardashian-West fjölskyldan orðin sex manna fjölskylda. Vísir/getty

Kim Kardashian West, raunveruleikastjarna og viðskiptamógúll, birti í dag í fyrsta sinn ljósmynd af öllum börnum hennar og rapparans Kanye West.

Saman eiga þau börnin Psalm sem er þriggja mánaða, Chicago sem er 19 mánaða, Saint sem er þriggja ára og North sem er sex ára.

Hjónin eignuðust Chicago og Psalm með hjálp staðgöngumóður því eftir fæðingu Saints var Kardashian ráðlagt að ganga ekki með fleiri börn.

Raunveruleikastjarnan birti í dag fallega fjölskyldumynd af henni og börnunum á ströndinni á Bahama-eyjum.

Kim Kardashian West með börnunum sínum fjórum.

Það reyndist þó þrautinni þyngri að ná góðri mynd af öllum en hófst þó að endingu.

„Ég hélt að það væri erfitt að ná góðri mynd með þrjú börn en guð minn góður þetta var næstum ómögulegt,“ skrifar Kardashian undir myndina.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.