Fótbolti

Arnór Ingvi og félagar komnir með annan fótinn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi lagði upp mark gegn Bnei Yehuda.
Arnór Ingvi lagði upp mark gegn Bnei Yehuda. vísir/getty
Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö er í góðri stöðu eftir 3-0 sigur á Bnei Yehuda frá Ísrael í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Arnór Ingvi var í byrjunarliði Malmö og lagði upp annað mark liðsins fyrir Rasmus Bengtsson. Marcus Rosenberg og Oscar Lewicki voru einnig á skotskónum.

Arnór Ingvi var tekinn af velli á 60. mínútu. Seinni leikur Malmö og Bnei Yehuda fer fram í Ísrael eftir viku.

Daníel Hafsteinsson var í byrjunarliði Helsingborg sem tapaði óvænt fyrir C-deildarliði Oskarshamns, 2-1, í 2. umferð sænsku bikarkeppninnar.

Aron Sigurðarson lék fyrstu 63 mínúturnar þegar Start gerði jafntefli við Skeid, 1-1, í norsku B-deildinni.

Jóhannes Harðarsson er þjálfari Start sem er í 3. sæti deildarinnar með 39 stig, tveimur stigum frá Sandefjord sem er í 2. sætinu. Tvö efstu liðin fara beint upp í úrvalsdeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×