Fótbolti

Arnór Ingvi og félagar komnir með annan fótinn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi lagði upp mark gegn Bnei Yehuda.
Arnór Ingvi lagði upp mark gegn Bnei Yehuda. vísir/getty

Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö er í góðri stöðu eftir 3-0 sigur á Bnei Yehuda frá Ísrael í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Arnór Ingvi var í byrjunarliði Malmö og lagði upp annað mark liðsins fyrir Rasmus Bengtsson. Marcus Rosenberg og Oscar Lewicki voru einnig á skotskónum.

Arnór Ingvi var tekinn af velli á 60. mínútu. Seinni leikur Malmö og Bnei Yehuda fer fram í Ísrael eftir viku.

Daníel Hafsteinsson var í byrjunarliði Helsingborg sem tapaði óvænt fyrir C-deildarliði Oskarshamns, 2-1, í 2. umferð sænsku bikarkeppninnar.

Aron Sigurðarson lék fyrstu 63 mínúturnar þegar Start gerði jafntefli við Skeid, 1-1, í norsku B-deildinni.

Jóhannes Harðarsson er þjálfari Start sem er í 3. sæti deildarinnar með 39 stig, tveimur stigum frá Sandefjord sem er í 2. sætinu. Tvö efstu liðin fara beint upp í úrvalsdeildina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.