Innlent

Sættir hafa ekki náðst í máli hjóna gegn FEB

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Fjölbýlishúsið við Árskóga sem Félag eldri borgara lét byggja.
Fjölbýlishúsið við Árskóga sem Félag eldri borgara lét byggja. Vísir
Viðskipti Félag eldri borgara (FEB) hefur nýtt sér kauprétt sinn á íbúð hjóna sem ekki samþykktu sáttatilboð félagsins. Fyrirtaka var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli hjónanna gegn félaginu vegna íbúðarkaupa í Árskógum 1-3. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

FEB krafði kaupendur að íbúðum í Árskógum um að meðaltali sex milljóna króna hærra verð fyrir íbúðirnar en kveðið var á um í upprunalegum þinglýstum samningi. Þetta var gert vegna þess að framkvæmdin fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr kostnaðaráætlun.

Þá hafa allir nema tveir af þeim 33 sem voru með afhendingardag á íbúð í lok júlí samþykkt að greiða hækkað verð, en einn á eftir að skrifa undir. FEB segir þá að báðir aðilar, sem félagið var í viðræðum við vegna innsetningarmála fyrir héraðsdómi, hafi fengið sams konar tilboð um sátt. Einn kaupandinn tók tilboðinu og dró mál sitt til baka en öldruð hjón, sem ætluðu að kaupa hina íbúðina, ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×