Innlent

Handtekinn fyrir að lemja í bifreiðar í miðbænum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti yfirlit yfir verkefni næturinnar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti yfirlit yfir verkefni næturinnar. Vísir/Vilhelm
Ölvaður einstaklingur var laust fyrir hálf þrjú í nótt handtekinn í miðbæ Reykjavíkur fyrir að lemja í nokkrar bifreiðar.

Viðkomandi neitaði að segja til nafns en gistir nú fangaklefa þar til rennur af honum og hægt verður að tala við hann.

Þetta kemur fram í yfirliti frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en það tiltölulega rólegt að gera nótt.

Laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut á 185 km/klst. hraða á kafla þar sem hámarkshraði er, miðað við bestu aðstæður, 90 km/klst. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða að lokinni skýrslutöku.

Laust fyrir miðnætti í nótt voru þrír menn handteknir grunaðir um innbrot í bifreið í hverfi 101. Allir þrír voru vistaðir í fangageymslu lögreglu í þágu rannsóknar.

Klukkan 01:43 var lögreglu tilkynnt um líkamsárás sem á að hafa verið framin á skemmtistað í miðbænum. Áverkar virtust við fyrstu sýn vera minniháttar. Ekki er vitað hver árásaraðilinn er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×