Lífið

Líklegast að flugmaðurinn Peter verði næsti Bachelor

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Peter var í þriðja sæti í 15. þáttaröðunni af Bachelorette þar sem hann og þrjátíu aðrir karlmenn kepptu um hylli suðurríkjastúlkunnar Hönnuh Brown, innanhússhönnuð frá Tuscaloosa í Alabama.
Peter var í þriðja sæti í 15. þáttaröðunni af Bachelorette þar sem hann og þrjátíu aðrir karlmenn kepptu um hylli suðurríkjastúlkunnar Hönnuh Brown, innanhússhönnuð frá Tuscaloosa í Alabama. Instagram
Peter Weber, flugmaður hjá bandaríska flugfélaginu Delta Airlines, verður að öllum líkindum í aðalhlutverki í næstu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum The Bachelor.

Þetta herma heimildir Entertainment Tonight.

Peter var í þriðja sæti í 15. þáttaröðunni af Bachelorette þar sem hann og þrjátíu aðrir karlmenn kepptu um hylli suðurríkjastúlkunnar Hönnuh Brown, innanhússhönnuð frá Tuscaloosa í Alabama.

Hannah hefur sjálf sagt að Peter yrði góður kostur. Hann er 28 ára og er nú með milljón fylgjendur á Instagram.

Raunveruleikaþættirnir njóta mikilla vinsælda um allan heim en þeir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ABC. Nú standa yfir sýningar á Bachelor in Paradise sem er eins konar hliðararfurð þáttanna þar sem gamalkunnir þátttakendur fá annað tækifæri til að finna ástina.

Heimildir fjölmiðilsins ET herma að framleiðendur þáttanna hefðu haft Peter efst á blaði síðan tökur á Bachelorette luku og Tyler Cameron, sem hafnaði í öðru sæti, fór að slá sér upp með fyrirsætunni Gigi Hadid.

Einn heimildamaðurinn sagði að Peter hefði alltaf verið fyrsta val en framleiðendurnir hefðu viljað sjá hvernig Mike Johnson myndi standa sig í Bachelor In Paradise en fjölmargir vilja að Mike verði í aðalhlutverki í næstu seríu. Hann yrði þá fyrsti þeldökki Bachelorinn í sögunni.

„Þeir [framleiðendurnir] elska hann en eru ekki vissir um að hann sé reiðubúinn að bera heilla þáttaröð á herðum sér.“

Heimildir ET herma þá einnig að til framleiðendanna hafi sést í hverfinu hans Peters í suður Kaliforníu á dögunum.

Tökur á nýju þáttaröðinni hefjast í byrjun mánaðar sem þýðir að ekki verður langt þangað til aðdáendur þátttanna fá að vita hver næsti Bachelorinn verður.


Tengdar fréttir

Opinn fyrir því að vera næsti Bachelorinn

Derek þykir hafa staðið sig vel í afar erfiðum aðstæðum. Aðdáendur þáttanna eru margir spenntir fyrir hugmyndinni um Derek sem næsta Bachelor.

Áhorfendur Bachelorette-þáttanna agndofa yfir lygilegum endalokum

Raunveruleikaþættirnir njóta mikilla vinsælda um allan heim en þeir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ABC. Í næstu viku hefst síðan Bachelor in Paradise sem er eins konar hliðararfurð þáttanna þar sem gamalkunnir þátttakendur fá annað tækifæri til að finna ástina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×