Opinn fyrir því að vera næsti Bachelorinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 17:10 Derek þykir hafa staðið sig vel í afar erfiðum aðstæðum. Aðdáendur þáttanna eru margir spenntir fyrir hugmyndinni um Derek sem næsta Bachelor. Vísir/getty Derek Peth er opinn fyrir hugmyndinni um að verða í aðalhlutverkinu í næstu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum The Bachelor sem sýndir eru á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC. Þetta herma heimildir Entertainment Tonight. Upphaflega var Derek þátttakandi í 12. þáttaröðinni af The Bachelorette þar sem hann ásamt öðrum karlmönnum kepptu um hylli Joelle Fletcher. Í sumar var hann síðan fengin til að taka þátt í hliðarafurð þáttanna Bachelor in Paradise en tökur fóru fram fyrr í sumar í Mexíkó. Þættirnir veita fyrrverandi þátttakendum The Bachelor og The Bachelor annað tækifæri til að finna ástina.Derek varð strax yfir sig hrifinn af Demi Burnett, sem var í þáttaröð Coltons Underwood. Hrifningin virtist gagnkvæm en þegar líða tók á þættina kom í ljós að Demi hafði átt í ástarsambandi með konu að nafni Kristian Haggerty. Demi var heiðarleg strax í byrjun og greindi Derek frá sambandinu en það reyndist Demi erfitt að jafna sig á sambandsslitunum og hún stóð sig að því að hugsa öllum stundum um Kristian. Sjá nánar: Gleðjast yfir því að fá loksins að sjá hinsegin ást í The Bachelor Stjórnendur þáttanna brugðu á það ráð að bjóða Kristian að koma í þættina, sem hún þáði, en þegar Demi hitti Kristian í þáttunum varð henni það ljóst að hún væri ástfangin af henni. Þetta er í fyrsta sinn sem aðdáendur þáttanna fá að fylgjast með hinsegin ástarsögu og þykir mörgum aukinn fjölbreytileiki hafa verið löngu tímabær.Derek og Demi þegar allt lék í lyndi.Vísir/gettyDemi sleit sambandinu við Derek sem, þrátt fyrir að sýna henni mikinn skilning, var miður sín og í ástarsorg. Áhorfendum þáttanna hefur þótt mikið til Dereks koma og hefur hann vaxið í áliti því hann þótti standa sig afar vel í erfiðum aðstæðum. Þrátt fyrir að vera í ástarsorg var hann hugulsamur gagnvart Demi og heilsaði jafnvel upp á Kristian. Heimildir ET herma að Derek sé nú í góðu jafnvægi, hafi lært helling á veru sinni í Mexíkó og sé opinn fyrir því að verða næsti Bachelorinn. Valið stendur nú á milli Mike Johnson, sem yrði fyrsti þeldökki Bachelorinn, og Peters Weber sem er flugmaður. Eftir að Derek þótti standa sig eins vel og raun bar vitni er einnig möguleiki á því að hann verði valinn. Sömu heimildir fjölmiðilsins ET herma að búið sé að útiloka hinn snoppufríði Tyler Cameron, sem var í öðru sæti í The Bachelorette, vegna þess að hann hefur undanfarið verið að slá sér upp með fyrirsætunni Gigi Hadid. View this post on Instagram The one thing missing to complete a perfect weekend A post shared by KRISTIAN HAGGERTY (@kristianhaggerty) on Apr 13, 2019 at 10:20am PDT Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Hinsegin Hollywood Tengdar fréttir Gleðjast yfir því að fá loksins að sjá hinsegin ást í The Bachelor Aðdáendur raunveruleikaþáttanna ráða sér vart fyrir gleði yfir því að fá loksins að fylgjast með hinsegin ástarsambandi í þáttunum. 21. ágúst 2019 11:48 Áhorfendur Bachelorette-þáttanna agndofa yfir lygilegum endalokum Raunveruleikaþættirnir njóta mikilla vinsælda um allan heim en þeir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ABC. Í næstu viku hefst síðan Bachelor in Paradise sem er eins konar hliðararfurð þáttanna þar sem gamalkunnir þátttakendur fá annað tækifæri til að finna ástina. 31. júlí 2019 18:45 Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Atari Anthology Leikjavísir Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Jólabarn allt árið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Derek Peth er opinn fyrir hugmyndinni um að verða í aðalhlutverkinu í næstu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum The Bachelor sem sýndir eru á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC. Þetta herma heimildir Entertainment Tonight. Upphaflega var Derek þátttakandi í 12. þáttaröðinni af The Bachelorette þar sem hann ásamt öðrum karlmönnum kepptu um hylli Joelle Fletcher. Í sumar var hann síðan fengin til að taka þátt í hliðarafurð þáttanna Bachelor in Paradise en tökur fóru fram fyrr í sumar í Mexíkó. Þættirnir veita fyrrverandi þátttakendum The Bachelor og The Bachelor annað tækifæri til að finna ástina.Derek varð strax yfir sig hrifinn af Demi Burnett, sem var í þáttaröð Coltons Underwood. Hrifningin virtist gagnkvæm en þegar líða tók á þættina kom í ljós að Demi hafði átt í ástarsambandi með konu að nafni Kristian Haggerty. Demi var heiðarleg strax í byrjun og greindi Derek frá sambandinu en það reyndist Demi erfitt að jafna sig á sambandsslitunum og hún stóð sig að því að hugsa öllum stundum um Kristian. Sjá nánar: Gleðjast yfir því að fá loksins að sjá hinsegin ást í The Bachelor Stjórnendur þáttanna brugðu á það ráð að bjóða Kristian að koma í þættina, sem hún þáði, en þegar Demi hitti Kristian í þáttunum varð henni það ljóst að hún væri ástfangin af henni. Þetta er í fyrsta sinn sem aðdáendur þáttanna fá að fylgjast með hinsegin ástarsögu og þykir mörgum aukinn fjölbreytileiki hafa verið löngu tímabær.Derek og Demi þegar allt lék í lyndi.Vísir/gettyDemi sleit sambandinu við Derek sem, þrátt fyrir að sýna henni mikinn skilning, var miður sín og í ástarsorg. Áhorfendum þáttanna hefur þótt mikið til Dereks koma og hefur hann vaxið í áliti því hann þótti standa sig afar vel í erfiðum aðstæðum. Þrátt fyrir að vera í ástarsorg var hann hugulsamur gagnvart Demi og heilsaði jafnvel upp á Kristian. Heimildir ET herma að Derek sé nú í góðu jafnvægi, hafi lært helling á veru sinni í Mexíkó og sé opinn fyrir því að verða næsti Bachelorinn. Valið stendur nú á milli Mike Johnson, sem yrði fyrsti þeldökki Bachelorinn, og Peters Weber sem er flugmaður. Eftir að Derek þótti standa sig eins vel og raun bar vitni er einnig möguleiki á því að hann verði valinn. Sömu heimildir fjölmiðilsins ET herma að búið sé að útiloka hinn snoppufríði Tyler Cameron, sem var í öðru sæti í The Bachelorette, vegna þess að hann hefur undanfarið verið að slá sér upp með fyrirsætunni Gigi Hadid. View this post on Instagram The one thing missing to complete a perfect weekend A post shared by KRISTIAN HAGGERTY (@kristianhaggerty) on Apr 13, 2019 at 10:20am PDT
Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Hinsegin Hollywood Tengdar fréttir Gleðjast yfir því að fá loksins að sjá hinsegin ást í The Bachelor Aðdáendur raunveruleikaþáttanna ráða sér vart fyrir gleði yfir því að fá loksins að fylgjast með hinsegin ástarsambandi í þáttunum. 21. ágúst 2019 11:48 Áhorfendur Bachelorette-þáttanna agndofa yfir lygilegum endalokum Raunveruleikaþættirnir njóta mikilla vinsælda um allan heim en þeir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ABC. Í næstu viku hefst síðan Bachelor in Paradise sem er eins konar hliðararfurð þáttanna þar sem gamalkunnir þátttakendur fá annað tækifæri til að finna ástina. 31. júlí 2019 18:45 Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Atari Anthology Leikjavísir Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Jólabarn allt árið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Gleðjast yfir því að fá loksins að sjá hinsegin ást í The Bachelor Aðdáendur raunveruleikaþáttanna ráða sér vart fyrir gleði yfir því að fá loksins að fylgjast með hinsegin ástarsambandi í þáttunum. 21. ágúst 2019 11:48
Áhorfendur Bachelorette-þáttanna agndofa yfir lygilegum endalokum Raunveruleikaþættirnir njóta mikilla vinsælda um allan heim en þeir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ABC. Í næstu viku hefst síðan Bachelor in Paradise sem er eins konar hliðararfurð þáttanna þar sem gamalkunnir þátttakendur fá annað tækifæri til að finna ástina. 31. júlí 2019 18:45