Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2019 21:22 Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. Þessa dagana má heyra ýmisleg iðnaðarhljóð úr hlíðum Hlíðarfjalls á Akureyri. Iðnaðarmenn, gröfur og steypubílar hafa komið saman í rúmlega þúsund metra hæð í fjallinu þar sem unnið er að því að reisa nýja stólalyftu. Upphafspunktur nýju stólalyftunnar verður rétt fyrir neðan þar sem Fjarkinn, núverandi stólalyfta, endar. Hin nýja lyfta verður um kílómetri að lengd.„Hún er að fara upp í 1020 metra hæð og byrjar hérna í 600 og eitthvað metrum. Þetta er talsverð hækkun. Um helmingi meiri hækkun en er á Fjarkanum,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins.Nýja stólalyftan mun auka afkastagetu svæðisins og gera efsta hluta þess mun aðgengilegri en áður. „Þetta stækkar svæðið mun meira og það verða fjölbreyttari skíðaleiðir, sérstaklega efst uppi,“ segir Guðmundur og bætir við að það verði allt annað að komast upp en áður. Upphaflega átti stólalyftan að komast í gagnið síðasta vetur en deilur við verktaka frestuðu verkinu. Nú er búið að leysa úr þeim en veðrið hefur tekið við sem helsti farartálminn. „Maður veit aldrei, á þessum árstíma getur komið kafaldsbylur í október og þá er þetta allt búið,“ segir forstöðumaðurinn sem er kominn í þá skrýtnu stöðu að vona að ekki snjói of mikið á skíðasvæðinu fram af vetri svo hægt sé að klára framkvæmdir í tæka tíð fyrir skíðavertíðina. „Maður er í sérstakri stöðu, maður vill fá snjó en ekki strax en svo vill maður fá mikinn snjó seinna. Þetta er smá púsluspil,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli við Akureyri.Fjarkinn er ein af skíðalyftunum í fjallinu. Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. Þessa dagana má heyra ýmisleg iðnaðarhljóð úr hlíðum Hlíðarfjalls á Akureyri. Iðnaðarmenn, gröfur og steypubílar hafa komið saman í rúmlega þúsund metra hæð í fjallinu þar sem unnið er að því að reisa nýja stólalyftu. Upphafspunktur nýju stólalyftunnar verður rétt fyrir neðan þar sem Fjarkinn, núverandi stólalyfta, endar. Hin nýja lyfta verður um kílómetri að lengd.„Hún er að fara upp í 1020 metra hæð og byrjar hérna í 600 og eitthvað metrum. Þetta er talsverð hækkun. Um helmingi meiri hækkun en er á Fjarkanum,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins.Nýja stólalyftan mun auka afkastagetu svæðisins og gera efsta hluta þess mun aðgengilegri en áður. „Þetta stækkar svæðið mun meira og það verða fjölbreyttari skíðaleiðir, sérstaklega efst uppi,“ segir Guðmundur og bætir við að það verði allt annað að komast upp en áður. Upphaflega átti stólalyftan að komast í gagnið síðasta vetur en deilur við verktaka frestuðu verkinu. Nú er búið að leysa úr þeim en veðrið hefur tekið við sem helsti farartálminn. „Maður veit aldrei, á þessum árstíma getur komið kafaldsbylur í október og þá er þetta allt búið,“ segir forstöðumaðurinn sem er kominn í þá skrýtnu stöðu að vona að ekki snjói of mikið á skíðasvæðinu fram af vetri svo hægt sé að klára framkvæmdir í tæka tíð fyrir skíðavertíðina. „Maður er í sérstakri stöðu, maður vill fá snjó en ekki strax en svo vill maður fá mikinn snjó seinna. Þetta er smá púsluspil,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli við Akureyri.Fjarkinn er ein af skíðalyftunum í fjallinu.
Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira