Mjög óþægileg upplifun en hrósar flugmönnunum fyrir fumlaus viðbrögð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2019 14:30 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir var um borð í vélinni sem snúa þurfti við. Vísir/Egill Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, var um borð í flugvél United Airlines sem snúið var við vegna bilunar í hreyfli skömmu eftir hádegi í dag. Hún segir tilfinninguna hafa verið óþægilega en að flugmennirnir hafi leyst vel úr stöðunni sem kom upp.Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli klukkan eitt í dag eftir að flugmenn Boeing 757 flugvélar United Airlines sem lagði af stað frá Keflavík til New York skömmu eftir hádegi óskuðu eftir því að fá að koma inn til lendingar. Lendingin gekk án vandkvæða en flugmenn tilkynntu farþegum um bilunina um 30-40 mínútum eftir brottför. Sigrún Ósk segir í samtali við Vísi að farþegar hafi ekki orðið varir við bilunina. „Nei, ekki neitt. Það kemur bara upp úr þurru þessi tilkynning að hreyfillinn sé að ofhitna og að þeir þurfi að snúa við til Keflavíkur og að það muni taka svona tuttugu mínútur,“ segir Sigrún Ósk.Eins og sjá má hafði vélin ekki verið lengi í loftinu þegar henni var snúið við.Mynd/Flightradar 24Farþegar héldu ró sinni Flugmennirnir gáfu þá skýringu að engar sjáanlegar orsakir væru fyrir því að hreyfillinn væri að ofhitna. Því hafi verið ákveðið að snúa vélinni við svo kanna mætti málið betur. Farþegar héldu ró sinni þökk sé greinargóðum upplýsingum frá flugmönnunum „Þetta var í öllu falli mjög óþægilegt en það var ekkert „panik“ um borð. Þeir gerðu það sem þeir gátu til að fullvissa okkur um að þetta yrði í lagi,“ segir Sigrún Ósk. Lendingin gekk sem fyrr segir greiðlega fyrir sig en flugmennirnir vöruðu farþega við að láta hinn mikla viðbúnað ekki bregða sér. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna bilunarinnar, allir viðbragðsaðilar á suðvesturhorninu virkjaðir. Búið er að afturkalla hættustig og mun vélin fara í skoðun.Fulltrúar Rauða Krossins bjóða farþegum upp á áfallahjálp.Vísir/EgillÞegar Vísir náði tali af Sigrúnu var hún um borð í rútu ásamt öðrum farþegum á leið aftur upp á Keflavíkurflugvöll. Þar mun fulltrúi United Airlines taka á móti farþegunum og fara yfir næstu skref. Sjálf er Sigrún á leið til Kólumbíu og segist hún mestar áhyggjur hafa af því að missa af tengifluginu þangað. Í það minnsta hefur hún ekki áhyggjur af því að stíga aftur upp í flugvél eftir þessa lífsreynslu. „Ef að einhver býður upp á þann möguleika þá geri ég það.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, var um borð í flugvél United Airlines sem snúið var við vegna bilunar í hreyfli skömmu eftir hádegi í dag. Hún segir tilfinninguna hafa verið óþægilega en að flugmennirnir hafi leyst vel úr stöðunni sem kom upp.Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli klukkan eitt í dag eftir að flugmenn Boeing 757 flugvélar United Airlines sem lagði af stað frá Keflavík til New York skömmu eftir hádegi óskuðu eftir því að fá að koma inn til lendingar. Lendingin gekk án vandkvæða en flugmenn tilkynntu farþegum um bilunina um 30-40 mínútum eftir brottför. Sigrún Ósk segir í samtali við Vísi að farþegar hafi ekki orðið varir við bilunina. „Nei, ekki neitt. Það kemur bara upp úr þurru þessi tilkynning að hreyfillinn sé að ofhitna og að þeir þurfi að snúa við til Keflavíkur og að það muni taka svona tuttugu mínútur,“ segir Sigrún Ósk.Eins og sjá má hafði vélin ekki verið lengi í loftinu þegar henni var snúið við.Mynd/Flightradar 24Farþegar héldu ró sinni Flugmennirnir gáfu þá skýringu að engar sjáanlegar orsakir væru fyrir því að hreyfillinn væri að ofhitna. Því hafi verið ákveðið að snúa vélinni við svo kanna mætti málið betur. Farþegar héldu ró sinni þökk sé greinargóðum upplýsingum frá flugmönnunum „Þetta var í öllu falli mjög óþægilegt en það var ekkert „panik“ um borð. Þeir gerðu það sem þeir gátu til að fullvissa okkur um að þetta yrði í lagi,“ segir Sigrún Ósk. Lendingin gekk sem fyrr segir greiðlega fyrir sig en flugmennirnir vöruðu farþega við að láta hinn mikla viðbúnað ekki bregða sér. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna bilunarinnar, allir viðbragðsaðilar á suðvesturhorninu virkjaðir. Búið er að afturkalla hættustig og mun vélin fara í skoðun.Fulltrúar Rauða Krossins bjóða farþegum upp á áfallahjálp.Vísir/EgillÞegar Vísir náði tali af Sigrúnu var hún um borð í rútu ásamt öðrum farþegum á leið aftur upp á Keflavíkurflugvöll. Þar mun fulltrúi United Airlines taka á móti farþegunum og fara yfir næstu skref. Sjálf er Sigrún á leið til Kólumbíu og segist hún mestar áhyggjur hafa af því að missa af tengifluginu þangað. Í það minnsta hefur hún ekki áhyggjur af því að stíga aftur upp í flugvél eftir þessa lífsreynslu. „Ef að einhver býður upp á þann möguleika þá geri ég það.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30