Finnur fljótt hvort stemmingin sé góð Elín Albertsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:00 Sóli Hólm hefur tekið að sér veislustjórn til margra ára. Núna er hann meira farinn að troða upp sem skemmtikraftur. Vísir Hann segir að í fyrstu hafi verið erfitt að koma fram en nú sé þetta auðvelt enda spili reynslan þar inn í. „Ég hef alltaf átt auðvelt með þetta en var auðvitað stressaðri yfir að veislustjórnin myndi klikka fyrir 10 árum. Svo spilar auðvitað margt inn í eins og andi í fyrirtækinu almennt og auðvitað ölvunarstig,“ upplýsir hann. Sóli segist geta mælt út stemminguna í salnum mjög fljótt. „Maður finnur allavega ef hún er sérstaklega góð. Ef hún er hægari þá þarf að taka upp einhver leynivopn. Maður þarf að lesa salinn og alls ekki reyna að sjokkera fólk með því að vera grófur. Það er reyndar ódýrasta leiðin. Veislustjórinn þarf að varast taktleysi. Misjafnt er hversu miklar kröfur fólk gerir til veislustjóra en fólk vill samt alveg fá eitthvað fyrir peninginn,“ segir hann. „Ég hef þó ekki upplifað ósanngjarnar kröfur,“ bætir hann við. Sóli segir að veislustjórinn eigi miklu frekar að vera fyndinn og skemmtilegur en einhver svakalegur brandarakarl. „En það er auðvitað smekksatriði,“ segir hann. Sóli hefur ekki lent í veislu þar sem salurinn er ekki móttækilegur fyrir veislustjóranum. „Þótt stemmingin sé auðvitað ekki alltaf frábær nær maður að trekkja fólk í gang með réttu brögðunum. Ég er svo lánsamur að hafa gítarinn og sönginn að grípa í ef fólk er til dæmis orðið of drukkið fyrir talað mál.“ Þegar hann er spurður hvort hann hafi upplifað vandræðalegt augnablik, svarar hann: „Sennilega var það þegar ég var að byrja að veislustýra og var skammaður af manni fyrir að láta ekki röðina ganga nógu hratt í ístertuna sem var búið að kaupa. Hann var sérstaklega ánægður með tertuna því hún var með sérpantaða áletrun. Þessi sérstaka áletrun var Árshátíð 2010!“ Sóla finnst langskemmtilegast að veislustýra troðfullum félagsheimilum úti á landi en segist alltaf hafa gaman af þessu starfi. „Já, ég geri það. Ég viðurkenni að stundum nenni ég ekki af stað en þegar ég stend á sviði seinna um kvöldið fyrir framan skellihlæjandi hóp af fólki þá man ég af hverju ég vinn við þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Sóla Hólm: „Hann er algjör aumingi í drykkju“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. 17. mars 2019 10:00 Svefngalsi í Pétri og Sóla Sólmundur Hólm Sólmundarson og Pétur Jóhann Sigfússon skelltu sér á Byggðasafnið í Görðum Akranesi í nýjasta þætti af Næturgestum á Stöð 2. 7. maí 2019 14:30 „Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið. 14. mars 2019 11:30 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Hann segir að í fyrstu hafi verið erfitt að koma fram en nú sé þetta auðvelt enda spili reynslan þar inn í. „Ég hef alltaf átt auðvelt með þetta en var auðvitað stressaðri yfir að veislustjórnin myndi klikka fyrir 10 árum. Svo spilar auðvitað margt inn í eins og andi í fyrirtækinu almennt og auðvitað ölvunarstig,“ upplýsir hann. Sóli segist geta mælt út stemminguna í salnum mjög fljótt. „Maður finnur allavega ef hún er sérstaklega góð. Ef hún er hægari þá þarf að taka upp einhver leynivopn. Maður þarf að lesa salinn og alls ekki reyna að sjokkera fólk með því að vera grófur. Það er reyndar ódýrasta leiðin. Veislustjórinn þarf að varast taktleysi. Misjafnt er hversu miklar kröfur fólk gerir til veislustjóra en fólk vill samt alveg fá eitthvað fyrir peninginn,“ segir hann. „Ég hef þó ekki upplifað ósanngjarnar kröfur,“ bætir hann við. Sóli segir að veislustjórinn eigi miklu frekar að vera fyndinn og skemmtilegur en einhver svakalegur brandarakarl. „En það er auðvitað smekksatriði,“ segir hann. Sóli hefur ekki lent í veislu þar sem salurinn er ekki móttækilegur fyrir veislustjóranum. „Þótt stemmingin sé auðvitað ekki alltaf frábær nær maður að trekkja fólk í gang með réttu brögðunum. Ég er svo lánsamur að hafa gítarinn og sönginn að grípa í ef fólk er til dæmis orðið of drukkið fyrir talað mál.“ Þegar hann er spurður hvort hann hafi upplifað vandræðalegt augnablik, svarar hann: „Sennilega var það þegar ég var að byrja að veislustýra og var skammaður af manni fyrir að láta ekki röðina ganga nógu hratt í ístertuna sem var búið að kaupa. Hann var sérstaklega ánægður með tertuna því hún var með sérpantaða áletrun. Þessi sérstaka áletrun var Árshátíð 2010!“ Sóla finnst langskemmtilegast að veislustýra troðfullum félagsheimilum úti á landi en segist alltaf hafa gaman af þessu starfi. „Já, ég geri það. Ég viðurkenni að stundum nenni ég ekki af stað en þegar ég stend á sviði seinna um kvöldið fyrir framan skellihlæjandi hóp af fólki þá man ég af hverju ég vinn við þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Sóla Hólm: „Hann er algjör aumingi í drykkju“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. 17. mars 2019 10:00 Svefngalsi í Pétri og Sóla Sólmundur Hólm Sólmundarson og Pétur Jóhann Sigfússon skelltu sér á Byggðasafnið í Görðum Akranesi í nýjasta þætti af Næturgestum á Stöð 2. 7. maí 2019 14:30 „Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið. 14. mars 2019 11:30 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Faðir Sóla Hólm: „Hann er algjör aumingi í drykkju“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. 17. mars 2019 10:00
Svefngalsi í Pétri og Sóla Sólmundur Hólm Sólmundarson og Pétur Jóhann Sigfússon skelltu sér á Byggðasafnið í Görðum Akranesi í nýjasta þætti af Næturgestum á Stöð 2. 7. maí 2019 14:30
„Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið. 14. mars 2019 11:30
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist