Lífið

Rappari ósáttur við nærgöngula spurningu lögreglu: „Hvernig er fíkniefnaneyslu þinni háttað?“

Andri Eysteinsson skrifar
Úr myndbandinu sem Mælginn birtir.
Úr myndbandinu sem Mælginn birtir.
Rapparinn Mælginn, sem heitir réttu nafni Viktor Steinar Þorvaldsson, deildi í gær myndbandi á Instagram síðu sinni. Tónlistarmaðurinn Lord Pusswhip deildi í kjölfarið myndbandinu á Twitter síðu sinni, með skilaboðunum Allir hressir? Hvað er eiginlega að gerast?

Á myndbandinu sést fyrst stutt frásögn Viktors sem lýsir því að lögreglan hafi stöðvað hann í bifreið sinni til þess að láta hann blása í áfengismæli. Að því loknu spyr lögreglumaðurinn Viktor hvernig fíkniefnaneyslu hans væri háttað.

Ekki stendur á svari hjá ökumanni og farþega, hún er engin.

Viktor hneykslast í kjölfarið á spurningunni og spyr fylgjendur sína hvort þetta eigi að teljast venjuleg spurning lögreglumanns,

Mælginn hefur lengi verið í tónlistarbransanum en hann hefur gefið út fjölda laga og komið fram á plötum annarra listamanna. Neðst í fréttinni má heyra nýjasta lag hans, Náttúruperlur.

Skjáskot/Instagram Stories





Fleiri fréttir

Sjá meira


×