Lífið

Katrín Tanja frumsýnir nýja kærastann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Streat Hoerner og Katrín Tanja í góðum gír í Sviss.
Streat Hoerner og Katrín Tanja í góðum gír í Sviss. Instagram @katrintanja
Gangi allt upp gæti Streat nokkur Hoerner orðið næsti tengdasonur Íslands. Bandaríkjamaðurinn er kærasti Katrínar Tönju Davíðsdóttur en hún frumsýndi hann á Instagram í kvöld þar sem ekki leikur nokkur vafi á að kært er á milli þeirra Hoerner„Ég veit ekki með ykkur en mér finnst hann ansi sætur,“ segir Katrín í færslu á Instagram sem vakið hefur mikla athygli fylgjenda Katrínar Tönju. 1,6 milljón manns fylgja íslensku stjörnunni eftir á samfélagsmiðlinum„Ha ha ha ég elska þetta,“ segir Annie Mist vinkona Katrínar Tönju en þær báðar hafa unnið titilinn hraustasta kona í heimi. Katrín Tanja hafnaði í fjórða sæti á leikunum sem fram fóru í Wisconsin í byrjun mánaðar.Streat Hoerner er nú þegar orðinn Íslandsvinur því hann var á meðal keppenda á Reykjavík Crossfit Championship í maí þar sem hann hafnaði í fimmta sæti eftir frábæran lokasprett.Líklega eru fá pör sem keppa við þau Hoerner og Katrínu Tönju þegar kemur að hreysti og fróðlegt verður að sjá hvernig sambandið þróast. Þau virðast njóta lífsins þessa dagana í Lugano í Sviss en missa þó ekki úr æfingu eins og sjá mátti á Instagarm hjá Katrínu Tönju í dag.

 

 
 
 
View this post on Instagram
I don’t know about you but I think he’s kinda cute

A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Aug 11, 2019 at 1:58pm PDT
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.