Lífið

Miley Cyrus nýtur lífsins með nýrri dömu á Ítalíu

Sylvía Hall skrifar
Kaitlynn Carter birti myndir úr fríinu á Instagram.
Kaitlynn Carter birti myndir úr fríinu á Instagram. Instagram
Söng- og leikkonan Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth ákváðu nú á dögunum að skilja eftir aðeins tíu mánaða hjónaband. Parið gekk í það heilaga við lágstemmda athöfn í desember síðastliðnum eftir að hafa verið saman með hléum frá árinu 2009.Sjá einnig: Mil­ey og Hemsworth skilja eftir minna en eins árs hjóna­bandEftir að fregnir fóru að berast af skilnaði þeirra hjóna sást til Miley á Ítalíu í góðra vina hópi. Þar á meðal var Kaitlynn Carter, fyrrverandi unnusta Brody Jenner og tengdadóttir Caitlyn Jenner, og Brandi Cyrus, eldri systir Miley.

 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by Brandi Cyrus (@brandicyrus) on Aug 9, 2019 at 10:05am PDT

Bæði Miley og Kaitlynn eru nýkomnar úr samböndum við maka sína og sást til þeirra kyssast þar sem þær sigldu á Como-vatni á Ítalíu. Fjölmiðlar vestanhafs hafa greint frá því þær hafi einnig farið á stefnumót og pantað sér paranudd á hótelinu sem þar sem þær dvelja.Miley hefur tjáð sig opinskátt um kynhneigð sína í gegnum tíðina og alla tíð haldið því fram að hún væri pankynhneigð, það hafi aldrei breyst þó svo að hún hafi verið í sambandi með karlmanni í langan tíma. Hún laðist að fólki óháð kyni.„Ég laðast enn kynferðislega að konum. Ég tók ákvörðun um að eignast maka. Þetta er manneskjan sem ég held að styðji mest við bakið á mér,“ sagði Miley um kynhneigð sína og samband sitt við eiginmann sinn í viðtali við Elle fyrr í sumar.

 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by Miley Cyrus (@mileycyrus) on Aug 10, 2019 at 6:42am PDT

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.