Lífið

Mil­ey og Hemsworth skilja eftir minna en eins árs hjóna­band

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hjónaband Cyrus og Hemsworth var ekki langlíft.
Hjónaband Cyrus og Hemsworth var ekki langlíft. getty/Taylor Hill
Miley Cyrus og Liam Hemsworth hafa skilið við hvort annað eftir minna en árs langt hjónaband.Talsmaður söngkonunnar sagði á laugardag að parið hafi ákveðið að best væri fyrir þau að taka sér „pásu“ á meðan þau einbeita sér að sjálfum sér og ferlunum.Miley Cyrus er þekktust fyrir tónlist sína en hún hefur einnig leikið í bæði myndum og þáttum. Liam Hemsworth er leikari en parið kynntist við tökur á myndinni The Last Song. Þau hafa verið í slitróttu sambandi síðasta áratuginn.Parið gekk í hjónaband í desember síðast liðnum.Talsmaður Cyrus sagði að parið myndu áfram vera „góðir og einlægir foreldrar allra dýranna sem þau eiga.“ Þau óska eftir því að friðhelgi þeirra verði virt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.